Í afmælisgjöf frá Google?

Núna 3. Ágúst birtist loksins opinberlega hinn margumtalaði og ofsalega mikið lekni Pixel 4a, Sími sem átti að koma út opinberlega í Maí. En það frestaðist útaf dotlu. Ekki gat Google boðið mér í leyni Pixel klúbbinn, það þó að ég hafi átt 5 stk Pixel síma, samt eiginlega 6, ég á Pixel Chromebook sem ég elska ásamt öllu hinu dótinu. Finnst að ég ætti að vera nokkuð öruggur þarna inn, búandi á íslandi og komast samt yfir allt þetta dót frá Google.

Þá birtist hann bara á afmælisdag höfundar, sem er mjög gleðilegt. Hér er samskonar nálgun og í fyrra með Google Pixel 3a, sem kom í einni stærð, plast boddý, 5,8′ OLED skjár, aðeins öflugri örgjörfi, fingrafaralesara á réttum stað (á bakinu!). 6GB í vinnsluminni og 128GB í geymslupláss. Og frábæra myndavél, enn og aftur tekst Google að framleiða síma sem gefa notendum sínum frábærar myndir og nota til þess bara tiltölulega einfalda beint-úr-hillu íhluti.

Til að byrja með kemur síminn í einum lit, just black, og á fáum mörkuðum, en verðið er eitthvað sem erfitt er að keppa við, $349, sem myndi mögulega útleggjast á um 60þús á íslandi ef hann kemur hingað til lands. Frábær kaup segja sérfræðingarnir, mögulega stærsti “ókostur” ef ókost skyldi kalla við þettta tæki er að það kemur ekki með 5G radíóum, þetta er aðeins til í LTE útgáfu.

Seinna á þessu ári, í byrjun okt mun Google síðan kynna Pixel 4a 5G og Pixel 5, það er óvanalega hljótt um þá síma núna, en mögulega núna þegar 4a tækið hefur verið opinberað fara lekarnir að birtast um hin tækin.

(Visited 108 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar