Kemur í vor..

Síðastliðin október kynnti Google til leiks, aðra kynslóð þrálausra heyrnatóla, hún var kynnt 2 árum eftir upphaflegu heyrnatólin. Pixel buds, sem fengu aldrei formlega að vera kölluðu “truly wireless” af því að það er snúra á milli vinstri og hægri hlustanna. Þau heyrnatól voru vissulega ekki gallalaus, en þau voru að mörgu leiti ágæt. Fyrir það sem þau eru hljómuðu það nokkuð sæmilega, reyndar mjög léleg umhverfishljóðs einangrun í þeim. En það er samt eitthvað sem maður má búast við af svona heyrnatólum. Þau fengu hugbúnaðaruppfærslu nokkuð reglulega og ein slík umþaðbil 4 mánuðum eftir að þau komu á markað lagaði margt sem gagnrýnendur höfðu fundið að þeim.

PixelBuds Hnappar

En núna í dag, birtist s.s. arftakinn formlega í verslun Google, þau seljast á $179 og virðast fara í sendingu strax. Það á þó eftir að koma betur í ljós. Þetta eru hnappar í hefðbundinni vöggu, hnapparnir eiga að bjóða uppá 5 tíma tónlistarhlustun, en 2,5 í tali á hveri hleðslu og vaggan tryggir 24 stunda hleðslu fyrir hnappana. Í stað efnisklæddu boxi með fyrri kynslóð kemur núna egglaga vagga. Hún er nettari en fyrra box, og ætti að passa betur í vasa.

PixeBuds vagga

USB-C tengi ætti síðan að tryggja góðan hleðsluhraða á vöggunni, hnapparnir eru nettari en fyrri kynslóð og ættu að passa betur í flest eyru, en mínir standa t.d. leiðinlega langt út. Snertiflötur í hægri hlust á að tryggja þægilega stjórn á viðfangsefninu.

  • eitt tapp: Play/pása
  • tvöfalt tapp: Næsta lag, hafna símtali, eða stöðva Google Assistant
  • þrefalt tapp: fyrra lag
  • renna áfram: hækka
  • renna afturábak: lækka
  • smella og halda: vekja Google Assistant, eða hlusta á tilkynningar.

Í hnöppunum er 12mm driverar, míkrafónar í hvorum hnapp sem eiga að lágmarka umhverfishljóð, IR nándarskynjarar nema hvort hnapparnir séu í eyrunum á notandanum eða ekki, til dæmist til að pása afspilun sjálfkrafa. Hnapparnir eru með IPx4 vatnsheldni, vatn eða sviti að skvettast á húsið ættu s.s. ekki að hafa áhrif.

Skv. Google, munu hnapparnir halda tengingu við bluetooth tækið þitt (að því gefnu að það sé BT4.0 tæki!) milli þriggja herbergja innanhúss, eða yfir heilann fótboltavöll utanhúss. Símar með Androd 6.0 og uppúr styðja hraðtengingu, findu tækið mitt og tilkynningu sem segir hleðsluna á hnöppnunum. Til að njóta þess þarf símtækið þitt að vera með BT4.0 og Android 6.0 eða nýrra. En einnig með iOS tækinu þínu og flestum tölvum.

Þegar ég eignast svona heyrnatól, mun ég að sjálfsögðu skrifa eitthvað meira um þau.

(Visited 19 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.