Vefritið óskar lesendum og landsmönnum gleðilegs árs.

Núna þegar nýtt ár er hafið, nýr áratugur líka kjósir þú lesandi góður að telja þannig, þá er ekki úr vegi eftir að hafa óskað öllum gleðilegs ár með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða að kíkja aðeins á það sem stendur uppúr á þeim áratug sem nú er liðinn.

Á þessum áratug sem nú er liðinn, urðu fjögur stærstu tæknifyrirtækin (Apple, Microsoft, Alphabet (Google) og Amazon) í heiminum enn stærri, aldrei áður í sögunni hafa 4 stærstu fyritækin verið jafn stór hluti af Dow Jonesog í dag. Þetta var svo sannarlega áratugur fjárfestinga í tæknifyrirtækjum.

Farnet

En í mínum huga var þetta engu að síður áratugur Mobile Broadband, LTE var ný gangsett haustið 2009, en fyrsti LTE viðskiptavinurinn í heimunum heitir Thomas Noren og var þá eins og í dag starfsmaður Ericsson í Svíðþjóð. LTE uppfyllti að mörgu leiti loforðið 3G tæknin gaf, en vissulega komu tækin líka til sögunnar sem gerðu fyrirtækjum kleyft að nýta þessa getu sem búin hafði verið til. Þ.e.a.s. möguleiki farneta á að keppa við heimilisteningar í hraða og gæðum. Þetta mun síðan í fyllingu tímans verða enn betra með 5G. Því á sama hátt og fólk hugsar sig ekki lengur um að nota farsímann sinn til að hringa (oft ekki tengdur heimasími einusinni), en í árdaga GSM var þetta ekki þannig, það var svo mikill munur á kostnaði á símtölum að fólk nýtti farsímann ekki nema þegar það var mjög mikilvægt. Sama var með gögn í árdaga 3G og LTE, þau voru þannig verðlögð að fólk beið með að sækja eitthvað í símann þangað til það kom heim og notaði heimatenginguna til að sjá um allt stór niðurhal. Í dag eru pakkarnir þannig samsettir að maður hugsar ekki út í það á hvaða tengingu hluturinn er sóttur.

Með tilkomu 5G og meiri samþættingu heimilistengingar og farnets tengingar munu skilin þarna á milli dofna enn meir, og við nota hlutina þar og þegar okkur hentar í enn meira magni en í dag. Ég hlakka til að taka þátt í að vinna að þeirri uppbyggingu og er að sama skapi ákaflega stoltur af mínu örhlutverki í uppbyggingu fjarskipta á íslandi á liðinum áratug.

Komandi misseri og ár.

Ég hef einsett mér að halda áfram að skrifa hér inn um það sem mér finnst skemmtilegt og áhugavert, ég mun áfram mæta í Tæknivarpið þegar mér er boðið bæði af því að ég hef gaman af því en ekki síst til að halda aðeins aftur af Appleástinni þar.
Stay classy.

(Visited 15 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.