Ætlar þú að drekka þetta!!?!!?

Þeir sem þekkja mig, vita að ég nýt þess að drekka kaffi. Sennilega meira en flestir. Minn bolli of choice er tvöfaldur Espressó macchiato, sem eins og allir eiga að vita er tvöfaldur Espressó, mengaður með smá mjólkurfroðu. Besti slíkur bolli á höfuðborgarsvæðinu fæst á Kaffi Laugarlæk, sem vill svo skemmtilega til að er einmitt í mínu nánasta nágrenni, mæli með því að allir lesendur vefritsins rúlli þar við fyrir bolla, og jafnvel eitthvað gott að borða. Frábær matur á sanngjörnu verði.

En nú vill svo til að systir mín kemur færandi hendi frá Víetnam með poka af kaffi, svokölluðu marðarkaffi, en það eru ss. kaffibaunir sem hafa farið gegnum meltingarveg marðarkatta, þetta ættu allir að vita, síðan Te&Kaffi buðu uppá slíkt kaffi fyrir nokkrum árum. Kenningin er að merðirnir borði bestu berin en melti ekki bauninarnar sjálfar. Þá lendir það á kaffibóndanum að fara í gegnum úrgang marðanna og týna burt kaffibauninar og hreinsa. Þær síðan meðhöndlaðar á hefðbundinn hátt.

Stóri sleggjudómurinn minn er sá að þetta kaffi er ekki bara gott, það er frábært. Ég rúlla því í gegnum mínar hefðbundin seremóníur, mala fínt, helli uppá í gegnum Bíaletti könnuna mína og set nokkrar skeiðar af mjólkurfroðu yfir. Ylmurinn er notalegur, kaffið er mjúkt án þess að vera væmið. Bragðið er himneskt. Næst þegar þú lesandi góður ert í Víetnam, endilega kipptu með þér poka, handa mér.

(Visited 26 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar