Pixel XL, til minningar.

Fyrir réttum 3 árum eignaðist ég fyrsta af mörgum Pixel símum sem ég hef átt, hann var ó svo fallegur, ál boddý, frábær skjár. Og best in class myndavél. Þetta var orginal Pixel síminn, ég man þegar Rick Osterloh stóð á sviðinu og kynnti símann, þann síðasta sem Google hefur tekist að framleiða án þess að honum hafi verið kyrfilega lekið fyrirfram.

En hvernig hefur honum farnast, þessum fyrsta Pixel síma? Þetta ákveðna eintak hefur gengið í gegnum margt á þeim árum sem hann hefur verið í minni eigu, hann var mikið notaður af mér, eiginkonu minni og elstu dóttur.
Hann fékk yfir líftíma sinn, 4 meiriháttar uppfærslur á stýrikerfi, hann var með Android 7.1 Nougat þegar hann kom út, og fékk uppfærslu í Android 8 Oreo, Android 9 Pie og að lokum Android 10. Að ótöldum 48 öryggisuppfærslum þeirri síðustu og loka uppfærslu núna í desember 2019. Þetta er líftími sem jafnast á við það besta í Android heiminum þó að iOS toppi þetta auðveldlega.

Í dag er þetta ákveðna eintak í takmarkaðri notkun, sem vara sími ef einhvert okkar lendir í vandræðum, sími þarf að fara í viðgerð eða slíkt. Hann hefur lítið hægt á sér, en skjárinn er með smávægilegt “burn in”. Eitthvað sem má búast við með OLED skjái.

Ég helli niður einum fyrir OG Pixel XL. takk fyrir mig.

(Visited 29 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar