Google kynnti vörurnar sínar þetta haustið í dag, til að byrja með kom tilkynning um að Stadia verði “Live” þann 19. nóvember, sem er afmælisdagur mömmu minnar, reikna með að það sé ástæða tímasetningarinnar. Það koma ný PixelBuds heyrnatól, mun meiri breyting en ég hafði gert ráð fyrir. En Google var greininlega svo mikið í mun að kynna heyrnatólin, að ekki aðeins voru þau fyrst á dagskrá, heldur fara þau ekki í sölu fyrr en á vormánuðum 2020. 5 tíma rafhlöðuending, og sólarhringur með hleðsludokkunni, sem hefur verið endurhönnið frá grunni. Long range Bluetooth, á að halda tengingu við símtækið á milli margra herbergja eða jafnvel fótboltavöll.
Ný, ódýrari Chromebook, Pixelbook GO, tæki sem ég væri nokkuð spenntur fyrir, væri ég ekki með high end Pixelbók í dag, en sem verðandi stjórnarmaður í félagi Chromebook eigenda á íslandi, þá er ég mjög áhugasamur um þessa ódýrari Pixelbook. Smávægilegt refresh á Google home mini, heitir núna Google Nest mini. Meiri bassi, betri míkrafónar, veggfesting, einn nýr litur. allt eitthvað sem við vorum að búast við.
Nest WiFi, er nýr WiFi mesh router, arftaki Google WiFi, meira betra þéttara. Google WiFi er einn mest seldi router í heiminum, og þessi arftaki virkar mjög vel á mig, reikna með að uppfæra fljótlega.
Pixel 4
Að lokum kynnti Google Pixel 4 símann sem vissulega hefur hlotið kyrfilegann leka á undanförnum vikum, en engu að síður var eitt og annað sem kom á óvart. Google er ekki aðeins að reyna að kynna smávægilegar breytingar, það koma amk 4 tækninýjungar fram sem verður erfitt að negla. En Google virðist hafa meiri metnað fyrir Pixel 4 en fyrirrennurunum. Að sögn virkar símtækið mun betur smíðað en fyrri tæki, og af myndum að ráða má segja að um sé að ræða hipstera útgáfum af iPhone 11pro. Hið mjög svo ljóta “notch” er farið, og í stað þess er komið enni, sem lætur ekki svo mikið yfir sér, en hýsir mikið af tækni og réttlætir tilveru sína með nemum, soli radar og myndavélum. Soli nemur handahreyfingar og leyfir notanda að stjórna símanum án þess að koma við hann, þetta nýtist líka til að gera símann aðeins kurteisari, hann lækkar t.d. hringingu vekjaraklukkunnar þegar sá sem vakinn er færir höndina yfir símann, en slekkur ekki á hringingunni fyrr en hann veifar hana í burtu, þetta gæti verið hættulegt fyrir þann sem þetta skrifar. Face unlock er komið í Pixel, og er að sögn alveg jafn öruggt og Face ID frá Apple, og virkilega hraðvirkt.
Síminn kemur á 3,5mm jack tengis sem þarf ekki að koma á óvart. Hann er með USB-C tengi og styður hraðhleðslu og þráðlausa hleðslu, allt eitthvað sem á ekki að koma á óvart. Skjárinn er 90Hz OLED skjár í hæsta gæðaflokki (að sögn).
Myndavélin er síðan enn eitt risastökkið á sviði myndavélatækni í símum. Hingað til hafa Pixel símarnir hreinlega skilið aðra framleiðendur eftir í rykmekki þegar kemur að gæðum myndavéla. Huawei, hefur vissulega mætt á svæðið og tekið þátt í leiknum og jafnvel betrað Google á afmörkuðum sviðum. En heilt yfir þá hefur Google verið í annarri deild en allir aðrir. Þangað til í ár. Apple mætti loks til leiks og hrifsaði til baka kórónuna sem “besta myndavélin í farsíma” í stað fyrri titils, sem var “vinsælasta myndavél í farsíma” Nú á það eftir að koma í ljós hvort Google hafi tekist að ná titlinum til baka, en það sem sýnt var á sviðinu gleður mig ómótstæðilega mikið, hvílíkir tímar sem við lifum. En mér finnst líklegt að niðurstaðan verði á þá leið að smekkur fólks ráði mikið til um hvora myndina fólk velji, en aðeins með því að þysja vel inn í myndirnar verður hægt að dæma um það hversu mikil smáatriði myndflögurnar ráði við að grípa. At the end of the day, þá njótum við notendur góðs af þessari samkeppni sem við erum að verða vitni að. En á næstum 2-3 vikum ættu dómarnir að koma endanlega í hús, hvaða myndavél skilar bestu myndum, og við hvaða aðstæður.
Nálgun Google og Apple er mismunandi, þegar Apple hendir ofboðslegu járni á vandamálið, hefur Google einfaldlega sagt, við erum betri í stærðfræði, og hingað til hefur Google aðeins notað beint af hillu íhluti í myndavélina sína.
Niðurstaða?
Eventið var skemmtilegt, ekkert allt of mikið af Apple dunking sem er hressileg tilbreyting, sem kemur mögulega til af því að Apple kaus að vera ekki mikið að dunka á Google eða Android á sinni haust kynningu. En þarna fékk ég að sjá næsta nýja símann minn, næstu headfóna sem ég kaupi mér, og sennilega næsta WiFi router sem fer á heimilið mitt.