Stadia Founders edition

Í dag pantaði ég mér Stadia Founders edition. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Stadia streymisleikjaþjónusta Google sem verður hleypt af stokkunum í Nóvember. En þeir sem þekkja mig þá er ég ekki mikill leikjaáhugamaður, en það getur vel breyst í svona casual gaming hjá mér, t.d. í sumarbústað eða eitthvað slíkt. Til að byrja með reikna ég með að ég þurfi að dulbúast sem Þjóðverji þangað til Stadia verður í boði á Íslandi.

Stadia áskrift er tvennskonar, það er áskriftarþjónusta á umþaðbil $10 á mánuði þar sem notendur fá fyrir mánaðargjaldið aðgang að nokkrum leikjum, hærri streymisupplausn og mögulega afslætti af einhverjum leikjum, en þurfa að greiða sérstaklega fyrir “premium” leiki. Hinsvegar er í boði “free tier” þar sem greiða þarf fyrir alla leiki sérstaklega og streymisupplausn bundin við 1080p, svona eftir því sem ég best veit.

Þegar ég er búinn að prófa eitthvað af þessum leikjum, þá mun ég svo sannarlega deila upplifuninni með ykkur. En eins og áður sagði, þá verður pakkinn ekki sendur til mín fyrr en í Nóvember og síðan á eftir að koma honum til mín… sem verður sennilega ekki fyrr en í desember. Þolinmæði og allt það.

(Visited 11 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.