Project Loon.

Eitt af skemmtilegri verkefnum sem X Development, áður Google X, hefur komið að á undanförnum árum, er project Loon. Fyrir þá sem ekki vita hvað Project Loon er, þá er um að ræða verkefni þar sem Google sá fyrir sér að setja loftbelgi upp í heiðhvolfið í umþaðbil 18km hæð með það að markmiði að veita hinum 5milljörðum manna á jörðinni aðgang að “háhraða” internetþjónustu. Hraðinn sem talað er um nær hefðbundnum 4G/LTE niðurhalshraða. Tæknivarpið hjá Kjarnanum/Símon fór nýlega í vettvangsrannsókn til að mæla, þetta hlaðvarp ætti að gefa meiri innsýn í það sem um er að ræða.

Fyrir um ári síðan var project Loon hleypt útúr X Development og fékk eigin stað í stafrófinu undir Alphabet regnhlífinni, Loon LLC. En það var árið 2011 sem Google hóf að prófa þessa hugmynd síðan þá hafa loftbelgir á þeirra vegum verið á flugi í heiðhvolfinu í meira en milljón klukktíma, og lagt að bak um 40milljón kílómetra, ca 1000 sinnum í kringum jörðina, eða umþaðbil 100 ferðir til tunglsins.

Upplýsingarnar sem fyrirtækið hefur safnað á þessum 40milljón kílómetrum ásamt vindaspám frá mörgum mismundai aðilum og rauntímamælingum í heiðhvolfinu gerir fyrirtækinu kleyft að spá með mjög mikill nákvæmni hvernig loftbelgirnir hreyfa sig.

Algóryþmar eru síðan ábyrgir fyrir aðlögun flugleiðar og flughæðar til að hámarka flugskilvirni loftbelgjanna. Meiri upplýsingar má lesa hér.

(Visited 10 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.