BT FastPair

Það eru alltaf fleiri og fleiri símaframleiðendur að hætta að framleiða síma með headfone tengi, Pixel 3A var mjög gleðileg undantekning, en til að mynda mun Note 10 að öllum líkindum ekki hafa slíkt tengi sem eykur líkurnar á því að Galaxy s10 sé síðasti high end síminn frá Samsung sem hefur þetta tengi.

Þessi þróun eykur enn þörfina á góðum lausnum varðandi BlueTooth tækni, en mín persónulega tilfinning hefur lengi verið sú að BT sé aaaalveg að verða geðveikt, bara í næstu útgáfu.

Í Android þessi misserin er verið að bæta þráðlausa upplifun, það sem koma skal er ekki nein nýjung fyrir notendir iOS tækja, en fyrir okkur hin er þetta velkomin viðbót, með haustinu verður hægt að sjá meira varðandi hleðslu á þráðlausum heyrnatólum, bæði stöðu á hleðsluboxinu sem og hægri og vinstri heyrnatólum.

Ekki nóg með það, heldur verða þau heyrnatól sem styðja þessa tækni aðgengileg í Find Device appinu frá Google, sem og að pörun síma og heyrnatóla verður einfölduð til muna. Nokkur skref verða fjarlægð úr pörunarferlinu og mun það líkjast enn meira iOS pörunarferli með Apple airpods. Þetta pörunarferli hefur reyndar staðið notendum Pixel og Pixelbuds, sem eru vissulega ekki stórt mengi, til boða frá upphafi.

Að lokum verður mun aðgengilegri upplýsingar um þráðlausu heyrnatólin þín í símanum í settings flipanum, þar sem notandinn hefur mun meiri aðgang að stillingum heyrnatólanna sem og flýtileið yfir í meðfylgjandi app heyrnatólanna, sé það til staðar.

Allt þetta eru frábærar fréttir fyrir utan þá staðreynd að þetta gúmmelaði allt saman er aðeins í boði fyrir heyrnatól sem styðja FastPair, og þau eru enn sem komið er ekki mjög mörg, en þó eru Bose QC 35II á þeim lista ásamt nokkrum öðrum, það er von til að mun fleiri heyrnatól muni bætast við listann fljótlega.

(Visited 26 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.