Aðeins af Jony Ive

Vissulega er það svo að ég persónulega er enginn sérstakur aðdáandi Apple, en mér finnst samt viðeigandi að setja nokkur orð á blað um þennan áhrifamikla mann innan Apple sem nú hefur stigið (verið ýtt?) til hliðar.

Jony Ive hafði sem megin hönnuður Apple mikil áhrif og ásamt Steve Jobs gerðu þeir það að verkum að tölvur og tæknihlutir sem við notum í daglegu lífi okkar urðu að fallegum hlutum sem fólk þurfti ekki endilega að fela einhversstaðar. Þeir unnu undir áhrifum Dieter Rams sem eins og allir vita hannaði mikið af eftirminnilegustu heimilsraftækjum Braun.

Í mörg ár fengum við að sjá stórkostleg tæki sem Jony Ive hannaði, tæki á borð við fyrsta iMac G3, iPod, iPhone og svo mætti lengi telja. Svona í framhjáhlaupi, þá finnst mér enn þann dag í dag, iPhone 4 vera fallegasti snjallsími sem hannður hefur verið. Og það þrátt fyrir að vera pínulítinn skjá, en á þeim tíma vildi Apple ekki framleiða síma með stórum skjá. Í gegnum þessi tæki lærðu neytendur að heimilið á rétt á fallegum tölvum sem standa ein og sér sem listaverk. Við getum þakkað Jony Ive þetta.

Það má segja að þegar Jony Ive var uppá sitt besta þá tókst honum að hanna tæki sem gaf notandanum þá tilfinningu að hann væri ekki með eitthvað tæki í höndnum, heldur að hann héldi bara á hugbúnaðinum beint. Það var þessi áhersla á Ive kjörorð Rams “minna en betra” sem dró heilann iðnað áfram og staðsetti á betri stað en hann var áður.

Að sama skapi þá hefur áhersla Ive á framleiða tæki sem er eins þunnt og mögulegt er búið til ákveðin vandamál, hann hóf þá vegferð að líma batterý inní tækin til að nýta allt pláss sem best, og í raun og veru líma tækin saman meira og minna og gera þau um leið nánast einnota, eitthvað Ive sækir amk ekki Rams, en Dieter Rams var mjög umhugað um framleiðslu endingargóðra og umvefisvænna tækja. Sem dæmi hefur Apple barist gegn innleiðingu grænna staðla, sem myndu gera tæki auðviðgeranlegri og auðendurvinnanlegri, með þeim rökum að Apple þurfi fullkominn sveigjanleika þegar kemur að hönnun. Önnur vandamál sem þessi þráhyggja Ive gagnvar þunnleika hefur komið fram á undanförnum árum þar sem sem hlutir á borð við lyklaborð hafa verið mjög gjörn á að bila, hita vandamál sem vissulega er ekki aðeins vegna hönnunar Apple, heldur líka vegna vandræða Intel að framleiða nógu litla örgjörva. En engu að síður. þá hefur Apple, sem í mínum huga var áður fyrr alltaf samnefnari vandaðra tækja sem biluðu síður en önnur sambærileg tæki, fallið af þeim stalli.

Og undanfarin 5-6 ár hefur fartölvuhönnun Apple verið leiðandi þegar kemur að þykkt, eða réttara sagt skort á þykkt, (má segja þynnd?) með þeim fórnarkostnaði að neytandinn hefur minni möguleika á uppfærslum, þjónusta verður erfiðari, ytri tengskilum fækkar og nothæfum lyklaborðum. Þetta síðasta er vissulega bundið við ákveðna hönnun lyklaborða sem Apple hefur sennilega gefist uppá miðað við síðustu fréttir.

Tvær Rams áherslur sem ég myndi vilja sjá hjá eftir-Ive Apple, “Umhirða og nákvæmni í hönnunarferlinu sýna virðingu gagnvart notandanum” og “Góð hönnum leggur áherslu á gagnsemi vörunnar á sama tíma og hún hafnar öllu sem gæti mögulega ógnað henni”

Þau okkar sem lifa #DongleLife, eða eru mögulega að reyna að átta sig á því tilhvers TouchBar er raunverulega gætu mögulega haft eitthvað um virðingu og gagnsemi að segja.

Jony Ive í gegnum Apple færði okkur meira en milljarð fallegra aðgengilegra tækja, en fegurðin hefur komið á kostnað gagnsemi, endingu eða jafvel virðingu fyrir því hversu snjallir notendur eru, geta verið.

(Visited 23 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.