Á ferðalagi…

Núna sit ég á Landvetter flugvellinum í Gautaborg að bíða eftir flugi heim í gegnum Kaupmannahöfn. Ég hef áður lýst því hvernig Keflavíkurvöllur hefur versnað á undanförnum árum, og er svo komið núna að það er ekki einusinni hægt að fá almennilegt kaffi þar. Landvetter, þó að hann sé mun minni í umfangi en Keflavík, hefur hann góða flóru af veitingum, afþreyingu og umfram allt, virkilega gott kaffi á nokkrum stöðum. Svona 3ju bylgju kaffi fyrir þá sem það vilja.

Ég er ekki hér í fyrsta sinn, og einhverra hluta vegna finnst mér ákaflega skemmtilegt að sitja á flugvöllum og bara njóta þess að vera til, að líða vel einhversstaðar þegar ég er einn en samt innan um fólk er eitthvað sem ég nýt vel.

Í þetta sinn var ég ekki bara gestur á ráðstefnu, heldur líka að halda lítið erindi. Ráðstefnan fjallaði um bakenda og framenda flutning gagnatenginga fyrir 5tu kynslóðar farnet. Þegar ég verð kominn með glærurnar mun ég skrifa eitthvað niður um þessa ráðstefnu.

En reynslan af því að hafa komið fram opinberlega fyrir framan rúmlega 150manns að tala er mér ómetanleg,

(Visited 25 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.