Big boy move af hálfu Netflix

Glöggir lesendur vita sem er að fyrir nokkrum vikum uppgötvaði MacRomurs að Netflix hefði hljóðlega fjarlægt AirPlay spilunar möguleika úr iOS öppum sínum. Þetta er aðgerð sem gerir það að verkum að iOS notendur neyðast til að nota TVOS app (eða Netflix appið sem kemur uppsett á snjallsjónvarpinu þínu) Netflix, til að neyta Netflix efnis.

Hér vantar smá forsögu og kaldhæðni.

Í fyrsta lagi er Netflix að gera nokkra hluti hérna eins og að taka aftur stjórnina á upplifun sinna viðskiptavina. Eða eins og segir í yfirlýsingu við TheVerge nýlega. “With AirPlay support rolling out to third-party devices, there isn’t a way for us to distinguish between devices (what is an Apple TV vs. what isn’t) or certify these experiences.” Það er dásamleg kaldhæðni að sjá fólk sem lifir og deyr með búnaði og þjónustu Apple kvarta undan því að eitthvað fyrirtæki kjósi að stjórna því hvað virkar og hvað virkar ekki með vörum þess. Þetta er að hluta til ástæða þess afhverju vörur Apple virka svo vel, um leið og uppspretta pirrings þeirra sem ekki eru á kafi í Apple umhverfinu.

Til að fá tilfinningu fyrir forsögunni þarf að fara alla leið aftur til þess tíma þegar Palm Pre fór í eltingarleik við Apple. Í mörg ár gat Pre síminn talað við iTunes með því að þykjast vera eitthvað annað en hann var í gegnum USB kapal. Apple kunni ekki að meta þetta hjá Palm og lagaði þetta vandamál og Pal aflagaði það aftur, það var vissulega aðeins tímaspursmál fyrir Apple að loka alfarið fyrir þennan möguleika.

Þetta er vissulega ekki í fyrsta sinn sem Netflix gerir eitthvað sambærilegt, t.d. er ekki enn hægt að nota Chromecast streymi á video yfir á Lenovo smart display (eða Google home hub), afhverju skiptir eiginlega ekki máli, þetta er einfaldlega ekki hægt. Og þetta verður ekki hægt fyrr en Netflix segir að þetta verði hægt.

Hitt er að þetta skiptir raunverulega ekki neinu máli. Netflix er með native app á næstum því hvaða búnaði sem er í hvaða umhverfi sem er. Afhverju er meira áhugavert, afhverju er verið að bæta chromecast stuðningi í Netflix appið þegar það er til app í öllum bragðtegundum? Sennilega vegna mikils framboðs ódýrra Chromecast stauta sem hafa verið í sölu í mörg ár.

Apple á ekkert slíkt. enginn 6.000.-kr. Apple TV stautur er ekki til. það er til 30.000.-kr streymis box, eða myndlykil eins og ég kýs að líta á Apple TV boxið. Og á þessu boxi er frábært Netflix app. Netfix þarf ekki að fjárfesta tíma eða peningum í AirPlay stuðning sem Netflix hefur þegar öllu er á botninn hvolft lilta stjórn yfir. Sérstaklega eftir að það fréttist að Samstung, LG, Vizio og fleiri sjóvörp séu að fá AirPlay stuðning.

Það er vissulega óvænt að sjá Netflix fara þessa leið, en það ætti samt ekki leiða af sér verri upplifun Apple notenda.

Þeir eru bara ekki vanir að vera þeir sem verða fyrir því að einhverjir eiginleikar séu teknir af þeim.

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.