Að gefa tech sem gjöf.

Eins og allir sem þekkja mig vita er ég mjög nýjungagjarn þegar kemur að tech búnaði, reyndar á þessi fullyrðing við um tölvur og síma meira en nokkuð annað. En ég hef mjög gaman af því að grúska í tækjum og þjónustu.

Einmitt vegna þess er ég mjög oft spurður ráða um hvaða tæki einhver ætti að kaupa, eða jafnvel spurður útí tæki sem gjöf. En að gefa tæki sem gjöf er ekki alveg svo einfalt, til að gjöfin skili því sem til er ætlast þá þarf fyrst og fremst að þekkja þann sem á að fá tækið. Ekki bara að vita t.d. hvaða tæki viðkomandi vill fá, heldur líka að átta sig á líkunum á því að viðkomandi hafi gaman af því að fá tækið. Grundvallaratriði er að áætla líka tíma með þiggjandanum (þetta á sér í lagi við ef þiggjandinn er hóflega tækniheftur) þar sem tækið er sett upp, þjónusta sett í gang og koma viðkomandi af stað í að nota tækið. Það krefst þess að sá sem gefur gefi sér tíma í að setja sig vel inní virkni tækisins og hvenig best að útskýra fyrir þiggjandanum hvernig allt á að vera.

Að sama skapi er kanski frekar þunnt að gefa Apple notanda einhverja Android vöru og öfugt. Að gefa Android notanda iPad er eiginlega frekar hallærislegt, jafnvel þó að iPad sé besta spjaldtölva sem til er á markaðnum.

Það er kanski ekki síst vegna þessara annmarka við að gefa tæki sem ég hef beðist undan því að aðstoða fólk við að kaupa tæki sem gjöf, nema að ég þekkji þiggjandann vel. Þá má alveg setjast niður í nokkrar mínútur og henda nokkrum hugmyndum á milli.

Ég hinsvegar gef fólkinu mínu mjög gjarnan tæki sem gjöf, en þá aðeins þegar ég er fullviss um að tækið muni uppfylla einhverja þörf, að þiggjandinn sé tilbúinn og jafnvel viljugur til að nota tækið og fleira í þeim dúr.

En fyrst og femst þarf tími að vera áætlaður, bæði þegar velja á tækið, en líka, og ekki síst, þegar búið er að gefa gjöfina og aðstoða við fyrstu ræsingu og fyrstu not.

(Visited 42 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar