Að leggja saman

Það vita það svosem allir sem þekkja mig að ég hef sérstaklega gaman af nýjum tækjum… sérstaklega tækjum sem má nettengja á einhvern hátt, ég hef skrifað um það nokkrum sinnum, ég hef t.d. skrifað tvisvar eða þrisvar um símana sem ég hef átt í gegnum tíðina.. Hér og hér amk, ásamt nokkrum færslum um tækin sem ég er að leika mér að í það og það skiptið. Það voru nokkrar ástarjátningarnar til Pixelbókarinnar minnar og eitt og annað fleira má taka til.

En undanfarið hefur þetta áhugamál verið frekar döll, auðvitað hafa tækin orðið betri og fallegri með betri myndavél og allt það, en við erum samt aðeins að tala um uppfærslur og þróun en ekki eitthvað alveg nýtt, þessvegna er svo gaman að sjá þegar fyrirtæki koma með eitthvað alveg nýtt og undarlegt á markað. Og nú kemur Samsung með eitthvað alveg nýtt og stórfurðulegt á markaðinn, það er aðeins spurning hvort ég kalli það spjaldtövu sem er hægt að leggja saman og gera “nettan” síma, eða er þetta sími sem er hægt að brjóta í sundur og fá út spjaldtölvu? Ég hallast að því fyrrnefnda, en alveg óháð því þá erum við amk að tala um tæki sem hver og einn einast Apple fanboy á jörðinni væri að missa sig yfir ef það logo væri á tækinu. Nú er ég enginn sérstakur Samsung aðdáandi, ekki frekar en Apple aðdáandi en ég hrósa þegar mér finnst hrós eiga við, og núna á það sko við.

Við lifum á tímum þar sem við getum, eftir ca 2 mán þegar þetta er skrifað, keypt okkur tæki með skjá sem er hægt að leggja saman og fá minna tæki eða opna upp og fá stærra tæki… Þetta er eitthvað sem er svo magnað að við ættum að taka eitt augnablik, þó ekki væri meira en það, og dást að því hvað við erum komin langt á tiltölulega stuttum tíma.

Ég ætla að endurtaka það sem ég setti inn á twitter í þessu samhengin, bring on the weirdness.. Meira furðulegt.

(Visited 19 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.