uppfærsla… eða viðbót ef það virkar betur.

í September 2012 skrifaði ég um þá farsíma sem ég hafði átt þangað til, Nú má segja að það sé kominn tími á uppfærslu eða vibót, en þegar ég skildi við ykkur í Sept 2012, var ég handhafi Sony Xperia S, sem var sími sem ég var ákaflega ánægður með, reyndar svo ánægður að hann lifði 2 áramót í mínum höndum.

Nexus 4 var stoltur arftaki Xperia S, mér fannst hann ákaflega fallegur líka, en því miður þá var kramið í honum ekki allt of gott, sem dæmi var málmrönd í kringum glerið sem reyndist vera krómað plast eða eitthvað þannig. Strax í kjölfarið kom Nexus 5, sem var fyrir þann tíma best heppnaði Android síminn á markaðnum, fyrir utan mjög vafasama myndavél og lélegt batterý. Rafhlöðuending er reyndar eitthvað sem er ákveðið vandamál í Android, vandamál sem sprettur af opinni afleifð Android (ef einhvern langar í nánari útskýringu á þessari fullyrðingu þarf aðeins að óska eftir því í commenti). Í stað þess að kaupa mér Nexus 6, þá fékk ég mér OnePlus One, sími sem ég keypti á netinu og fékk sendann til Þýskalands, þar sem tengdafaðir minn tók við honum og sendi mér til íslands, hér er ég nánast að viðurkenna vsk undanskot. OnePlus síminn var rosalega skemmtilegur að mörgu leiti, myndavélin var þokkaleg, en það sem gerði það að verkum að ég keypti ekki OnePlus two (eða 3T eða hvað það nú heitir) var vesen með hugbúnað. Cyanogen Mod kom á símanum upphaflega, en síðan fór OnePlus að þróa sína eigin útgáfu af Android, sem kallast Oxygen OS.

Ég fór beint í hlýjuna eftir OnePlus One, Nexus 6p, stór og mikill sími, með frábæra rafhlöðuendingu og flotta myndavél. Tæki sem ég á enn og er að keyra beta útgáfu af Android O í dag. Þá kemur að tækinu sem ég á í dag, það er Pixel XL, en það fyrsta tilraun Google til að hanna síma frá grunni innanhúss og fá HTC í þessu tilfelli til að framleiða fyrir sig. Niðurstaðan er sími sem er ekki mjög fallegur, ekki beint ljótur heldur … hlutlaus, mjög hlutlaus og hönnunin gerir ekki miklar kröfur til eigandans til réttlætingar á innkaupum, en þegar verið að er kaupa tæki á 100 þus plús/mínus, þá vilja flestir tæki sem þeir geta verið stoltir að ganga um með Pixel XL gerir lítið í þeirri deildinni. Einhversstaðar las ég kenningu þar sem höfnundurinn hélt því fram að það væri meiningin, að tækið væri ekki að taka frá Google viðmótinu. Ég ætla ekki að dæma um það. En innávið er tækið frábært, lyklaborðið dásamlegt, sérstaklega þegar maður hefur komist uppá lag með að svæpa í staðin fyrir hefðbundið tap..tap.. Myndavéliin er best in class (ef við tölum um ágang 2016) og Google hefur náð ótrúlegum árangri í myndavéla deildinni, ekki er verra að með Pixel símanum þínum fylgir ótakmarkað geymslupláss fyrir myndir í Google skýinu þínu….. frítt.

Til að gera langa sögu stutta þá er ég kominn með 26 síma á 22 árum, sem gerir 1,18 síma á ári, aðeins minna en ég var í fyrir 5 árum en samt nokkuð respectable finnst mér.

(Visited 32 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar