Farsímarnir mínir í gegnum tíðina.

Ég hef lengi ætlað mér að segja ykkur frá þeirri súpu af farsímum sem ég hef átt, saga mín með GSM síma er næstum jafn löng starfsemi GSM nets á íslandi, ég fékk úthlutað númeri úr 898 seríu sem var ný búið að taka í notkun strax á eftir 897 sem var fyrsta serían, þetta númer á ég enn. Fyrsti síminn minn var Ericsson GA318 stórskemmtilegt ræki sem hinir sænsku vinir mínir komu á markað á því herrans ári 1995.  Næst keypti ég mér Ericsson GH388, flaggskip Ericsson á þeim tíma. Svíablæti mitt hélt áfram, Ericsson GA628 og GH688 fylgdu í kjölfarið, þarna erum við komin fram á vorið ’98. Ég er búinn að eiga 4 síma á 2 1/2 ári. Ericsson GF788 leysti 688 símann af hólmi og Ericsson T28 kom þar á eftir

Næst varð Nokia fyrir valinu, aftur má kalla það flaggskip, 8850, sem er enn þann dag í dag, fallegasti GSM sími sem ég hef átt, það var með þessum síma sem ég fór fyrst á netið í gegnum farsíma og til þess notaðist ég við IR port á símanum og tölvunni minni þá, 9.6 kbps var hraðinn. Næst eignaðist ég Nokia 8210 sem var niðurskref á við 8850 símann og var honum fljótlega skipt út fyrir  Nokia 8310.

Ég flúði aftur í hlýjuna til Svíðþjóðar eftir stutt stopp í Finnlandi, Ericsson T68, fyrsti síminn minn með litaskjá. Stórkostlega fallegt eintak sem ég elskaði og dáði alveg þangað til ég eignaðist fyrsta Sony Ericsson símann minn SonyEricsson T68i, Sony Ericsson T610 var síðan leystur af hólmi með T630. K700 kom og gerði líf mitt fullkomið í nokkra mánuði, með stórkostlegum skjá og skemmtilegri myndavél. Þeirri bestu á þeim tíma. Sony Ericsson W800 var stutt stopp, en fyrsti síminn minn þar sem markmiðið var að bjóða uppá annað og meira, þ.e.a.s. tónlistarflutning. K800 átti ég til skamms tíma en einn af fallegustu símum sem ég hef átt kom næstur w890, stórkostlega fallegt eintak úr áli. Missti þennann ofan af svölunum hjá mér í G22 og hann lifði það af.  W580 varð úti á Kjalvegi og w595 stoppaði stutt við.

Sony Ericsson Xperia X10i, flaggskip sem mér finnst verulega fallegt, lifði 4 útgáfur Android stýrikerfisins, kom á markað með Android 1.6, var síðan uppfærður upp í 2.1, sem var uppfærsla sem SE klúðraði, þ.e.a.s. á þann hátt að hún tók allt of langann tíma, þó að útgáfan sjálf hafi verið verulega vel heppnuð. Hann hoppaði síðan yfir 2.2 og fór beint í Android 2.3.3 Gingerbread. Fljótlega eftir þá uppfærslu eignaðist ég núverandi tæki, Sony Xperia S, tæki sem er mér verulega kært og ég hef virkilega gaman af.

Mér telst til að þetta séu 21 GSM sími á 17 árum eða 1.2 símar á ári eða þar um bil, geri aðrir betur, það er að vísu mjög skandinavískt trend þarna en það er kanski líka vegna þess að þau fyrirtæki hafa líka verið að reyna að gera þessi tæki falleg.

Eins má telja mjög líklegt að eihverjir minna eftirminnilegir hafi dottið milli skips og bryggju hjá mér, ég var t.d. alveg búinn að gleyma K700 símanum þangað til ég sá mynd af honum við vinnslu þessarar færslu. Þegar ég er spurður hvert sé uppáhalds tækið mitt er svarið alltaf “núverandi sími auðvitað”, en þó er sérstakur staður í hjarta mínu geymdur fyrir Nokia 8850 símann minn, hann er enn sá fallegasti sem ég hef átt. Eins finnst mér merkilegt að ég hafi aldrei átt Nokia 3310, sem var tæki sem allir á mínum aldri áttu á einhverjum tímapunkti. Amk rekur mig ekki minni til þess að hafa átt slíkt tæki.

(Visited 24 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar