Stórt skref fyrir elmar.

Í dag í fyrsta sinn í 7 ár notaðist ég við sköfu þegar ég rakaði mig, það var að vísu ekki tilkomið af góðu, heldur vegna þess að ég gleymdi skeggsnyrtinum mínum heima á Íslandi og vildi einfaldlega ekki vera að kaupa mér skeggsnyrti nr. 10 til að burðast með heim, þannig að í dag kvöldið fyrir afmælið mitt er ég rakaður óldskúl. Steffi er að vísu ekkert allt of ánægð með gang mála, en það verður bara að segjast eins og er að þegar ég gekk útúr búðinni með sköfu og raksápu leið mér pínlítið eins og ég væri 16 ára að fara heim með fyrstu sköfuna mína, og að nota hana, ég hélt að ég kynni þetta ekki lengur, það er jú orðið svo langt síðan, en stórslysalaus rakstur að baki og andlitið 10 árum yngra, veit ekki með sálina hinsvegar…..

(Visited 50 times, 1 visits today)

2 comments On Stórt skref fyrir elmar.

  • Þú hefur ekki rakað efrivörina af? 🙂

  • Nei það slapp fyrir horn, held að þú sért sá sem hefur komist næst því að framkvæma holgómsaðgerð með Gillette 🙂

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar