Okkar besti maður ákvað að byrja aftur að skrifa, það er gleðiefni. Ég fann það, að eftir að Elon Musk ákvað að kveikja í Twitter með bræðismella tjúningu á algríminu sínu, FB, varð endalaus uppspretta auglýsinga og ég latari með hverju árinu sem líður að eǵ vildi bara henda samhengislausum hugsunum útí loftið, sem mögulega einhver les, en sennilega fáir. Þarf ekki like eða emoji, heldur meira bara að losa mig við einhverja innbyggða tjáningarþörf án þess að búast við að fá einhverja endurgjöf. Það er vegna þess sem ég fór allt í einu að skrifa aftur hér inn, og aftur alveg án samhengis, núna þegar árið er liðið, þá hefur það komið í ljós að færslurnar eru nokkrar, umferðin er lítil, en góðir vinir droppa við, það er gaman.
Í byrjun ársins sem nú er að líða ákvað ég að reyna að ná til baka smávægis skipulagningu á sjálfum mér, en það er alveg sama hvað öpp ég nota eða hvaða aðferðir ég kem mér upp, ekkert virkar jafn vel fyrir mig og að skrifa það niður sem ég að gera og hef verið að gera. Ég fann eitthvað sem kallast the Bullet Journal method, þetta er reyndar svona kanínuhola sem auðvelt er að detta ofan í og tapa sér en ég hef reynt að halda þessu einföldu þetta árið og fundið leið sem virkar, ég man betur það sem ég á að gera, það sem ég hef verið að gera og líka náð að bæta tímastjórnun, það má alveg byggja á þennan grunn fyrir árið 2026. Það eina sem þarf í grunninn er einhverskonar skrifbók, línustrikuð hentar mér, og skriffæri. Síðan eru nokkrir tugir youtube myndbanda sem má nota til að koma sér af stað. Ég reikna með að þessi aðferð komi til með að fylgja mér næstu misserin.
1 comments On Það varð smá líf.
Bujo getur verið hrikalega gaman, er einmitt sjálfur búinn að vera að reyna að koma mér í það, ætla að reyna að gera þetta bara digital á iPadinum mínum. Var byrjaður en datt úr lestinni, ætla að byrja aftur á morgun, við sjáum til hvernig það gengur. Frúin er hinsvegar búin að vera að gera þetta í mörg ár og sver við það að þetta hjálpi henni!