Hringd’ í mig, hringd’ í mig, ég ennþá með sama gamla númerið.

Jebb, sekur. Fékk mér nýjasta Pixel símann, þetta er þá Pixel 10 pro XL, enn og aftur held ég mig við þessa línu, frábær tæki með bestu farsímamyndavĺélina á markaðnum. Svona á upplifun að vera, klukkutíma eftir að ég kveikti á nýju tæki var allt komið yfir og ég innskráður í allar þjónustur sem ég nota, utan eina. Hver vill það ekki?

Brauðmolakenningin heldur enn, eiginkona mín fékk gamla Pixel 9 pro XL símann minn. Eftir tvær umferðir af stórkostlega fallegum postulínslit sló ég til og fór í Moonstone, sem er einhverskonar blágrár litur. Ó hve fallegur hann er.

     

Stórkostlega fallegt tæk takk fyrir.

Með símanum fæ ég ársáskrift að Gemini Pro, sem ég hef lært yfir síðasta árið að er frábært tól sem ég nota alltaf meira og meira.

Merkilegt nokk, þá er síminn með betri örgjörva en sími síðasta árs, betri myndavél, betri skjá og betri rafhlöðu. Þetta er töfrum líkast.

(Visited 3 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar