Ég hef ferðast nokkuð mikið um æfina, meira en margir, minna en mjög margi. En það er einn staður sem ég hef meira gaman af en aðrir, auðvitað er mikið gott að heimsækja Þýskaland, Ítalíu og hvaðeina, öll þessi lönd hafa marga frábæra kosti, veður, saga, matur menning og whatnot. En London finnst mér alltaf dásamleg. Reyndar skal það viðurkennast að ég hef ekki varið nema samtals nokkrum mánuðum í borginni og þá oftast í kringum Shoreditch jafnvel í grennd við Bethnal Green, austurborgin hefur ss. verið nokkuð í hjarta mínu.
Nú er ég að læra á Hammersmith, King Stret etc. Borgin er marglsungin og skemmtileg, það verður að segjast eins og er að þetta svæði er amk jafn áhugavert og hin tvö fyrrnefndu, ég mun koma hingað aftur. En það hefur þróast þannig að börnin okkar fá ferð með foreldrum sínum í fermingargjöf, innan marka geta þær valið sér eitthvað til að gera, velja land eða borg og eitthvað activity, tónleika, safn eða slíkt ásamt því að skoða eitthvað brotabrot af því sem viðkomandi svæði hefur fram að færa, tvær hafa hingað til valið sér London, sjáum til hvort nr. 3 velji ekki bara þetta sama, London og eitthvað magnað að gera.
Ég hef aldrei skilið þegar fólk hefur talið London óáhugaverða, hún er svo stórbrotin, aðeins önnur af tveimur “MegaCities” í Evrópu. En fyrir stóra hópa hentar hún sennilega ekki, þ.e.a.s. ef þeir eiga að halda eitthvð saman, hún gleypir þá eins og ekkert sé og allir fara eitthvað á sínum eigin vegum að skoða. Fyrir hjón í borgarferð eða slíkt, þá er hún frábær. Shoreditch er aðgengilegt horn sem hægt er að byrja á að skoða. Að mínu mati.