Það tóks að lokum.

Síðan USB-C staðallinn var kynntur til leiks hef ég verið á þeirri vegferð að breyta öllum þeim tækjum sem ég á í USB-C tæki. Það hefur verið nokkuð löng og ströng leið en í þarsíðustu viku tókst það. Ég skipti út gamalli 4G hnetu fyrir glænýja 5G MiFi hnetu með stórbrotnu USB-C tengi, ekki nóg með það heldur virkar þessi frábæra hneta sem hleðslubanki líka, reyndar verður að segjast eins og er að fyrir nútíma farsíma gefur þessi hleðslubanki ekki mikið meira en eina hleðslu en þetta er samt eitthvað.

Þessi hneta fékk eldskírnina í ferðalagi austur á Hornafjörð, þar sem börn og bíll voru í frábæru 4G/5G sambandi alla 460km og leysti allt sem reynt var á honum. Hnetan mun áfram fá á sig nokkrar áskoranir, en lífið er ca 3% betra þegar öll tækin eru komin í eitt og sama tengið.
One USB-C charging cable to rule them all.

(Visited 5 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar