Nokkrir góðir dagar með Pixel 9 pro XL

Aðdáun mín á Pixel línu Google er ekkert leyndarmál, ég hef átt þá alla, og því get ég með sanni sagt að sá nýjasti í þessari línu, númer 9 er einfaldlega frábær, hann er ekki bara fallegur og áberandi hann er líka með frábæra myndavél. Við erum að tala um best in class snjallsímamyndavél. Vissulega hefur hann ekki sama örgjörfaflexið og aðrir flaggskipssímar. En þessi tæki eru í reynd komin á þann stað að benchmörk segja bara hálfa söguna. Samþætting við gervigreind er frábær, og komin á markað, án þess að vinnunni sé útvistað til 3ja aðila. Þetta er allt saman eitthvað sem skiptir máli. Fær einfaldlega #mælimeð meðmæli frá mér.

Gemini Advanced er mjög góður gerfigreindar botti, en NotebookLM er mun skemmtilegra tól. Hér erum við að tala um stað þar sem hægt er að senda inn allskonar gögn og láta gervigreindina melta gögnin og síðan er hægt að spjalla við hana um téð gögn, ég prófaði tildæmist að setja inn whitepaper frá einum birgja og átti síðan í samtali við NotebookLM um skýrsluna þar sem ég fræddist um innihaldið og tengd málefni, frábært tól einfaldlega. Það er hægt að láta NotebookLM búa til hlaðvarp um efnið með nokkrum stjórnendum og fleira í þeim dúr. Virkilega skemmtilegt.

Mætti hugsa sér að nota þetta til að gera heimanám áhugaverðara, en þetta er allt saman early days. Hlakka til að fikta með þetta áfram.

(Visited 6 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar