Það þarf ekki að koma neinum á óvart að nýji Pixel síminn er sá besti frá upphafi, hann er ekki bara frábær, hann er líka fallegur, með stórkostlegann skjá og best in class myndavél. Þetta eru ekki fréttir, það væru fréttir ef nýji símnn er lakari en gamli síminn á einhvern hátt.
Frábært tæki, sem ég reikna með að reyna betur og skrifa meira um bráðlega. En í millitíðinni má alveg mæla með þessu tæki fyrir fólk að kaupa. Það sem er virkilega stórt, er að Google lofar 7 ára stýrikerfisuppfærslum, sem er meira en nokkur aðili hefur hingað til verið tilbúinn að ábyrgjast, og ári meira en Apple (sem er best in class hvað þetta varðar) hefur nokkurntíman uppfyllt.
Nú segja margir, “já en Google eru fræg fyrir að yfirgefa vörur og þjónustu” Það er vissulega rétt, en þó ber að halda því til haga að Google hefur aldrei svikið þjónustuloforð við búnað eða tæki, chromebækur sem dæmi fá allt að 10 ára stuðning og uppfærslur á stýrikerfi. Og stór munur á að takmarka aðgang að þjónustu eða appi, allt annað að ganga á bak orða sinna varðandi þjónustu. Öll tæki sem Google hefur sagt fá þjónustu í X ár eða mánuði hafa hingað til fengið slíkt.
Við sjáum til, en á meðan Google framleiðir Pixel síma, verð ég þar. Frábær tæki sem ganga eins og klukka hjá mér.