Pixelbuds pro. Beint í mark, held ég.

Eins og flestir lesendur vita þá hef ég verið að notast við Pixelbuds headfóna í nokkur ár, fór úr fyrstu kynslóðinni í kynslóð 2 og er núna kominn með pro útgáfu þessara headfóna. Þróunin hefur verið skynsamleg hjá Google, þó hún hafi verið aðeins hæg að mínu mati.

Fyrsta kynslóðin var ekki alveg eins og best verður á kosið, þau lágu vel í eyrum með snúru á milli. Stóðu frekar langt út en hljómuðu vel þegar þau voru notuð innanhúss, en á umferðarþungri götu þá yfirgnæfði umferðin allan hljóm. Boxið sem headfónarnir voru í var ekki gott, þó það hafi verið nokkuð fallegt.

Kynslóð 2 var mikið mun betri, búið var að laga vögguna sem hélt utan um headfónana hún var orðin að hörðu plasti og með mjög ánægjulegann smell þegar lokinu var smellt aftur. Helsti ókostur sem ég lenti í með þeim var takmörkuð rafhlöðuending. Hljómurinn var mjög góður, komnir tappar sem enöngruðu betur umhverfishljóð. Eins gerðist það af og til þegar ég var að ganga yfir götu að hljóðið datt út.

í boxinu

Núna er ég kominn með pro útgáfu þessara headfóna í hendurnar hin frábæra vagga hefur haldið sér. Búið að bæta við virkri hljóðeinangrun ANC, tappar sem halda betur umhverfishljóði utan eyrnanna. Rafhlöðuending orðin frábær, ca 7 tímar með virkri hljóðenangrun eða 11 tímar án hennar. Ég mun sennilega skrifa eitthvað meira síðar um þessi headfone en fyrstu kynni benda til að þetta sé þráðbeint í mark.

fyrsta opnun

Það sem alltaf hefur verið gott á headfónum Google er snertistýring, eitt tapp fyrir play/pause, tvö til að hoppa áfram um eitt lag, þrjú til að hoppa afturábak um eitt lag, strjúka áfram til að hækka, afturábak til að lækka. ýta og halda til að fá Google assistant, þessu má breyta í eitthvað annað eða jafnvel mismunandi eftir því hvort það er vinstri eða hægri, t.d. mætti breyta ýta/halda aðgerðinni á vinstra heyrnatólinu í að skipta á milli hljóð prófíla, virk hljóðeinangrun, transparent mode eða slökkt á ANC og transparency mode.

vaggan
(Visited 25 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar