Endamarkið við sjóndeildarhringinn.

Núna þegar leiðinlegasti hluti þessa Covid tímabils er að renna upp, biðin síðustu dagana eftir því að fá boðun í bólusetningu. Þá renni ég í huganum yfir þetta rúma ár sem liðið er. Ár sem var mjög skrítið og fullt af áskorunum, en líka gott. Það var gott að vera heima þegar unglingurinn minn kom heim úr skólanum, fá að borða með henni hádegismat og ræða um það sem á daga hennar hefur drifið. Það var gott að fá tækifæri til að vinna heima (mikið sem það var samt gott að komast aftur á skrifstofuna :)).

En það er líka fullt af hlutum til að vera stoltur af, ég varð stoltur af skóla barnanna minna og hvernig honum tókst að sigla í gegnum þetta, ég varð stoltur af vinnuveitanda mínum fyrir að lata heilsu og velferð starfsfólks alltaf sitja í fyrirrúmi. Ég varð stoltur af samtarfsfélögum mínum fyrir að tækla þetta ástand af æðruleysi með skýr markmið að leiðarljósi. Í 130ish starfsmanna fyrirtæki hefur enn sem komið er ekkert Covid-19 smit komið upp, það segir eitthvað. VIð getum öll verið stolt af því.

En núna vil ég fá bólusetninguna mína, mér er sama hvaða bóluefni það er, ég vil bara fá hana.

(Visited 92 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar