Núna þegar við erum öll meira og minna föst heima hjá okkur, að bíða eftir að samkomubanni verið aflétt eða amk létt á takmörkunum er fullkomið tækifæri til að finna sér myndsímtala app sem virkar, eins og staðan er í dag er FaceTime sennilega best þekkta slíka lausnin, en hún er því miður aðeins aðgengileg tæplega helmings snjallsímanotenda á Íslandi, rúmlega helmingur þarf að nota eitthvað annað. En þetta þarf ekki að vera svona, því mikið magn svona appa er hægt að setja upp á iOS og núna þegar við erum öll með ákveðna uppbyggða þörf til að heyra í fólki, er um að gera að prófa og finna appið sem virkar.
Mörg öpp eru til fyrir bæði Android og iOS, tildæmis hið ofur einfalda Duo frá Google, myndgæðin eru frábær, þjöppun video straums með því besta sem þekkist, en takmarkað við 12 þáttakendur í hverju símtali. Það er umtalsvert minna en 32 í FaceTime tildæmis. En ekki þarf að skrá sig fyrir einhverskonar þjónustu eða aðgangi, aðeins að setja símanúmer inn í appið. Það er svo einfalt í notkun að það verður á endanum appið sem þú notar til myndsímtala.
Auðvitað eru til aðrar lausnir sem bjóða uppá fleiri valmöguleika eins og HousParty, eru upphaflega meiri messaging öpp, eins og t.d. WhatsApp, Facebook Messenger eða hreinræktuð Video Conferencing öpp eins og Zoom, Hangouts eða skype, en ekkert þessara appa er jafn einfalt í notkun og Duo.
Auðvitað er auðvelt að saka Apple um einhverskonar einokunartilburði að porta FaceTime ekki yfir á Android, Windows eða vefinn, en það er ekki svo einfalt, tæknilega og lagalega er það mjög flókið og erfitt, þó að í ofanálag sé það mjög eðlilegt að Apple vilji ekki gera fólki það auðvelt að hætta að nota vörurnar þeirra, en halda áfram að nota þjónustuna þeirra.
Við þurfum ekki að stunda það að bíða eitthvað eftir Apple, við getum einfaldlega tekið stjórnina sjálf og komið fólkinu sem við viljum tala við yfir í aðra þjónustu á borð við WhatsApp eða Duo.