Í árdaga android, fyrripart árs 2011 var Google Music þjónusta sem ég var mikill aðdáandi fyrstu 6 mánuðina eftir beta gangsetningu var þjónustan aðeins í boði sem invite þjónusta. þegar þarna var komið gafst mér færi á að hlaða upp allt að 20.000. lögum án endurgjalds, ég man þegar ég fékk invite frá góðum vin hvað það gladdi mig. Þarna var framtíðin komin í mínum huga. Enda rippaði ég geisladiska eins og vindurinn þarna um sumarið til að hlaða inní geymsluplássið, sem seinna var stækkað uppí allt að 50.000.- lög. Stórkostleg þjónusta.
Síðan þurfum við að spóla áfram nokkur ár. En þá hefur þjónustan ekki fengið mikla ást frá Google, og áhersla Google raunverulega öll á YouTube music, mögulega skynsamlegt, enda YouTube mjög sterkt vörumerki tengt tónlist fyrir Google, í gegnum samstarf og streymi tónlistar frá Vevo veitunni, sem er samstarfsvetvangur tónlistarrétthafa sem ætlað var í upphafi að keppa við MTv. En eitt hefur Google Music alltaf haft sem YouTube music hefur ekki, en það er staður fyrir áskrifandann til að hlaða upp sinni eigin tónlist. Þ.e.a.s. þangað til núna, rétt bráðum :). Google hefur verið að prófa innanhúss þá viðbót við YouTube music að gera notendum það kleyft að hlaða upp eigin tónlist. Þetta á að vera óháð áskriftarleið notanda, hvort hann er á greiddri þjónustu eða gjaldfrjálsri. Og það sem meira er, að afspilun á eigin efni á að vera án auglýsingapása eða slíkra truflana eins og er með gjaldfrjálsu streymisveitunni YouTube music, og Spotify. Þetta er hugsanlega eitthvað sem engu máli skiptir, en hugsanlega gamechanger. Við bara vitum það ekki fyrr en þjónustan fer í loftið, það sem ég veit þó er að ég hef verið að vesenast með Google Music einmitt vegna tónlistar sem ég hlóð upp á sínum tíma, og er ekki til á veitunum, eða dettur mögulega út eins og gerðist með Pink Floyd gerði á sínum tíma á Spotify.
Hlakka til að sjá þetta og prófa, ég vona bara að Google geri mér það kleyft að færa núverandi Library í Google Music yfir í YouTube music með einum smelli.