Loksins, loksins… loksins.

Google, Apple og Amazon hafa á undanförnum árum verið að snjallvæða heimilin í heiminum, þessi fyrirtæki hafa öll verið að vinna að eigin platformum með einhverskonar blöndu af opnum stöðlum og eigin “secret sauce” þetta eitthvað sem á að tryggja að kúnninn velur þeirra vöru framyfir vöru keppinautarins. Öll fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa náð miklum árangri, en ekki það miklum að eitthvað eitt fyriræki hafi tekið stórkostlega framúr hinum tveimur. Sem er sennilega ástæða þess að þau hafa ákveðið að vinna saman að staðli fyrir snjallheimilið, í samstarfi við Zigbee alliance. Samstarf sem mun verða til góðs fyrir neytendur, ég amk ætla að treysta því að ég þurfi ekki að vera læstur inní Nest umhverfinu bara vegna þess að ég á Nest vörur í dag. Mögulega kemur nefnilega Amazon eða Apple með eitthvað sem mér þætti áhugavert og vildi setja upp með Nest vörunum mínum.

Google kemur með Weave og Thread að borðinu. Ég hlakka til að sjá hvað kemur útúr þessu samstarfi, en ég vænti þess að bæði framleiðendur snjalltækja og neytendur komi til með að hagnast tilveru slíks staðals.

Þetta gæti jafnvel verið grunnur að samstarfi um einhverskonar opinn messeging staðal, þar sem neytendur geta valið sér sitt skilaboða app og það bara virkar á móti öllum hinum skilaboða öppunum. Svona eins og gerðist í árdaga símkerfa, þar sem PSTN kerfin voru þróuð meðal annars til að tryggja að fólk gæti hringt í annað fólk óháð þjónustuveitanda.

(Visited 42 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar