Aðventan.

Ég hef svosem áður skrifað það hér að mér finnst Aðventan vera einhver al skemmtilegasti tími ársins, veit ekki hvað það er, en kuldinn, myrkrið, jólaljósin og stemningin er eitthvað sem ég hreinlega elska. Á þessum tíma kem ég mestu í verk fyrir sjálfann mig, ég er duglegastur að hlusta á tónlist sem ég hef ekki heyrt áður. Ég kemst yfir lestur á flestum bókum etc.

Nú er það þannig að nýjasti meðlimur tölusafns míns hefur aukið lestur til muna, eitthvað sem ég hélt að myndi ekki gerast. En allavega þá elska ég þetta tablet, það er einmitt það sem ég vildi. Ég hafði verið að vandræðast með spjaldtölvukaup í meira en eitt og hálft ár, þangað til þessi elska datt í fangið á mér, núna fer hún með mér hvert sem ég fer. Hún var ástæða þess að ég setti upp þráðlaust net í bílinn minn.

Eins má segja að keyrt hafi um þverbak í nördaskap þegar ég ákvað í félagi við góða menn að fara að brugga bjór, fyrsta afurðin er komin í hús sem dýrindis IPA bjór, þéttur og flottur á litinn. Niðurstöður benda til þess að við gerum meira af þessu í náinni framtíð.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar