Enn sem komið er ákveðinn.

Frá og með deginum í dag hef ég hitt og spjallað við 3 af 6 frambjóðendum til embættis forseta íslands. Ég efast ekki um að allt þetta fólk er frábærlega hæft til að gegna þessu embætti. En það er aðeins einn sem mér dettur ekki til hugar að kjósa, en það er sá sem kemur sennilega til með að vinna.

Hann hefur sýnt það að hann er frábærlega fær pólitíkus, en það er einmitt það sem ég vil ekki á Bessastaði, ekki þar með sagt að ég vilji einhverja puntudúkku en ég vil bara ekki pólitíkus á eftirlaunaaldri. Það má alls ekki vanþakka það sem hann hefur gert á síðustu 3 árum, að koma IceSave I þjóðaratkvæði og eftir málar þess eru eitthvað mesta þrekvirki sem ég man eftir. En hann er fyrst og fremst pólitíkus og í augnablikinu maður sundrungar. Og það er eitthvað sem ég vil ekki lengur, mér finnst við vera búin að rífast nóg. Svona í ofanálag man ég vel eftir prjálinu og flottheitunum fyrir Gjaldþrot bankanna, þá var hann forseti útrásarinnar, spillingarinnar og alls þess sem okkur finnst í dag vera lítils virði, þetta er enn sami maðurinn sem getur ekki fengið það af sér að viðurkenna mistök.

Ég bara spyr, eru þið hin ekki þreytt á þessu þrasi allann daginn? Þegar SDG, BB, JS eða SJS koma fram þá skipti ég um stöð, ég er búinn að fá nóg. Þetta er komið gott í bili, hafi ég haft gaman af þrasi áður er ég búinn að fá skammtinn minn og gott betur, þetta fólk er ekki fólk lausna heldur sérhagsmuna, BB og EKG sýndu það með viðbrögðum sínum við veiðileyfagjaldinu, þegar þeir lofuðu LÍÚ því að þetta yrði tekið til baka þegar þeir kæmust til valda.

Herdísi hitti ég líka og þar fór afskaplega viðkunnaleg kona sem væri glæsilegur forseti, sem gæti gert embættið að sínu og í minna rifrildi en flestir. Þóru hitti ég í dag í fyrsta sinn, og hefi ég verið viss um að kjósa hana áður gerðu þau stuttu kynni af henni ekkert til að draga úr mér með það, hún yrði stolt okkar útá við. Með mannlega eiginleika sem mér finnst að ættu að prýða alla forseta. Ég kýs hana, nema eitthvað stórkostlegt gerist á næstu 5 dögum.

Ara Trausta myndi ég vilja hitta og hefði hann komið fram aðeins fyrr held ég að hann ætti virkilegan séns. Hann væri afturhvarf til Dr. Kristjáns Eldjárns, forseta sem var sannarlega maður fólksins. Andreu og Hannes hef ég ekki hitt og held að þar fari frekar eftirtektarframboð en hitt.

Ég treysti því að fólk kjósi af sannfæringu en ekki óþoli gegn ríkisstjórn eða augnablikshrifiningu af strámanni Ólafs.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar