Sumarfrí

Að vanda er það Þýskaland sem varð fyrir valinu sem sumaráfangastaður fjölskyldunnar. Í notalegum sumarhita 25° á Celsíus er fátt sem jafnast á við Þýskaland að sumri. Planið er hvíld, ferðalög og meiri hvíld, ásamt lestri góðra bóka og lærdóms. Er hægt að biðja um það betra? Einmitt já, hlusta á mikið af tónlist heimsækja fjölskyldu og vini og gera allt það sem þarf til að endurnæra andann.   Follow @elmarinn

Continue Reading

Upplifun

Fyrst fann ég titring í efrivörinni, síðar fóru hendurnar að skjálfa og að lokum brast út sviti sem rann niður bakið á mér. Hér er ég ekki að lýsa fráhvarfseinkennum af einhverju eða eitthvað álíka spennandi. Nei, þetta er reynsla mín af því að drekka Cold Brew kaffi. Kaffi sem hellt er uppá á þann hátt að taka 250gr af möluðu kaffi og blanda við líter af köldu vatni og geyma í ískáp yfir nótt…. útúr þessu kom ca 300ml

Continue Reading

Vonbrigði

Ég er mikill áhugamaður um lestur, og les mikið. Undanfarin ár hefur þessi lestur færst mikið í stafrænt form. Þó svo að það sé ekki jafn gaman að sitja með rafbók og hefbundna bók. En sérstaklega þegar verið er að ferðast þá er þetta form einfaldlega heppilegra. Eins verður að segjast eins og er að verð spilar mikið inní, nema þegar kemur að íslenskum bókum, þar sem rafræna útgáfan kostar alla jafna jafn mikið og innbunda útgáfan, þetta er eitthvað

Continue Reading

Gleðilegt ár.

Vefritið vill óska lesendum og velunnurum nær og fjær gleðilegs árs. Á áramótum er til siðs að líta um farinn veg og minnast þess góða, skemmtilega sorglega og slæma og allt þar á milli, þetta ár var verulega gott fyrir mig persónulega þó að ég hafi eins og svo mörg önnur ár ekki sinnt vinum nægjanlega vel, það er komið á bökket listann minn að kalla til hlutaðeigandi reglulega til að eiga með þeim kvöldstund. Þið vitið hverjir þið eruð….

Continue Reading

35 ára afmæli

Eftir 6 daga, þ.e.a.s þann 14 Des verður uppáhalds platan mín 35 ára, ef það þarf virkilega afsökun til að hlusta hana, þá er þetta alvöru tilefni, hún hefur elst vel að mínu mati og má segja að aðeins sé eitt subpar lag á henni. Þessi plata inniheldur allt, Rokk, pönk, reggí, pólítík í textagerð og hvaðeina, meistarastykki. Hvernig er annað hægt að syngja með? súper stöff takk fyrir. Follow @elmarinn

Continue Reading

féll á fyrstu hindrun

30 Daga áskorunin reyndis eins dags áskorun, jæja…. Mig langar að deila með ykkur 3 fjölmiðlum/vefritum sem ég hef verið að lesa undanfarið. Nú er ég handviss um að ég er ekki að færa einum né neinum nein ný sannindi. En fyrir utan RÚV, eru þetta miðlar sem mér finnast bæði fróðlegir og skemmtilegir aflestrar. Þeir eru gott dæmi um long form web sem hefur átt undir högg að sækja í twitter/facebook hraðsuðunni. Fyrstan ber að nefna kjarnann, þarna fara

Continue Reading

30 daga áskorun…

Já nei, ég veit að ég mun ekki standast þessa áskorun. En það er samt alltaf gaman að reyna, áskorunin felst semsagt í því að reyna eftir fremsta megni að skrifa daglega hugleiðingu hér inn. Ég á mér mitt “heróín” sem er podcast hlustun, lengi vel var lítið um gott stöff á íslensku þó að alvarpið hafi verið að sinna þessu nokkuð vel og þar inni er besta podcast sem flutt er á íslensku, hefnendurnir. Ég gerðist áskrifandi á alvarpinu til

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar