Möndlugrauturinn. Örsaga af raunum og sorgum.

Í hádeginu á Aðfangadag er borðaður möndlugrautur, það hefur verið gert frá því að ég var ca 10 ára. Við getum ss. gefið okkur að ég sé búinn að borða möndlugraut í hádeginu á aðfangadag ca 40 sinnum. Ekki einusinni á þessum tíma hefur máttarvöldunum þóknast að leyfa mér að fá möndluna, ég held að ég hafi ekki einusinni verið nálægt því svo mikið sem einusinni.
Það verður enn og aftur reynt á morgun, en reynslan hefur kennt mér að vera ekki bjartsýnn, en hugarfarið er það sem skiptir máli í svona raunum, miði er möguleiki.

(Visited 3 times, 2 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar