Þegar ég varð næstum því iPhone notandi.

Eins og allir lesendur vefritsins vita, þá hef ég frá upphafi snjallsímavæðingarinnar verið Android notandi, en það varð næstum því ekki svo. Þegar iPhone 4 kom út, var ekki opinberlega til á íslandi, en hann var og er enn þann dag í dag fallegasti iPhoneinn, þrátt fyrir alla galla hans er hann líka síminn sem skilgreindi til allrar framtíðar hugmyndir okkar um snjallsímann, ef við leggjum 1 stk iPhone 4 á borðið við hliðina á iPhone 17 í dag og það er augljóst hvaðan nýjasti síminn er kominn, en það sama má segja um flesta Android síma líka, það er t.a.m. alveg augljóst hvaðan Pixel 10 síminn fær útlitiði sitt.

En þarna um haustið 2010, var ég skráður á lista til að eignast eitt slíkt tæki, sem kæmi til landsins öðru hvoru megin við áramótin 2010/2011, þegar leið á varð ég frekar efins um að kaupa iPhone og fór í SonyEricsson Xperia X10, sem var frábært tæki og fallegt. Sé ekki eftir þessari ákvörðun.

Síðan þá hef ég rúllað á iPhone af og til, lengst af í mánuð með hann sem minn megin síma, iOS er að mínu mati óþjált og rulginslegt, sem stafar sennilega frekar af mínu vöðvaminni frekar en nokkru öðru. En Android er bara svo mikið skemmtilegra stýrikerfi.

(Visited 3 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar