Smá hugarleikfimi.

Í sumar voru 20 ár liðin síðan Google keypti Android, kaupin sem slík voru ekki stór, ca $50milljón, mögulega var þetta svokölluð yfirtökuráðning, þ.e.a.s. í þessu startupi, Android Inc. voru hæfileikar sem Google taldi sig verða betri með innanborðs. En spurningin sem ég spyr mig, hefur Google reynst góður vörsluaðili Android á þessum 20 árum? Spurningin er ekki hvort Android 0.1 sem Google kaupir betri en Android 16 sem er nýjasta útgáfan, svarið við þeirri spurningu er sannarlega nei, nýjasta útgáfan er ekki einusinni sama sport og sú sem Google kaupir upphaflega. Hugarleikfimin snýr að því, hvort Android hefði farnast betur sem óháð startup og mögulega stórt fyrirtæki með mikið af hæfileikum innaborðs, eða hefur tilvist Android innan Google hagkerfsins gert það að verkum að Android sem platform varð lífvænlegt?

Þetta er ekki alveg einföld hugarleikfimi, en skemmtileg engu að síður.

(Visited 6 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar