Upplýsingaóreiða.

Það er ekkert nýtt að Google lendi í miklum lekum á búnaði sem fyrirtækið framleiðir, hvort sem þeir lekar eru skipulagðir af fyrirtækinu sjálfu eins og tilfelli Pixel 4 í fyrra, eða óheppni eins og tilfelli Pixel 3 árið 2018, en þá var nánast búið að birta ritdóm um tækið á rússneskum tæknisíðum áður en síminn kom formlega út.

Núna er svo mikið af misvísandi lekum um Pixel línuna að það hálfa væri hellingur, mögulega hefur Googl breytt um strategíu í miðri á, mögulega er verið að trolla okkur. En síðan er það sá möguleiki að 2020 lína Pixel síma sé einfaldlega svona flókin.

Pixel 4a er sími sem hefur verið kynntur og fengið frábæra dóma, ódýr valkostur án þess að fórna of mikið af gæðunum. $350.-

Síðan er það Pixel 4a 5G, sem á að kosta eitthvað í kringum $500, með stórum skjá, 5G tækni í símanum.

Pixel 5, sem á að vera minni en 4a 5G, með allt það nýjasta sem Google hefur uppá að bjóða, en þó með næst flottasta chipsett frá QualComm, sama og í 4a 5G. Og núna það nýjasta Pixel 5s, er þetta “s” staðfesting á því að Google skipti um aðferðarfræði í miðri á? eða er þetta “s” eitthvað annað, enn einn síminn, sem er þá aðeins fínni eða minna fínn en Pixel 5? Það kemur í ljós sennilega 30. sept.

(Visited 38 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar