Nokkrir góðir dagar með uppfærslum.

Eins og áður sagði, þá stökk ég á Android 11 beta 3 nýlega. Það er skemmst frá því að segja að eins og með uppfærslu í Android 10, þá er ekki mikið um byltingar. Herða skrúfurnar hér og þar. Þetta er að öllum líkindum loka beta. Og sem slík merkilega stöðug og hef ég ekki lent í neinum vandræðum, til dæmis hef ég aðeins rekið mig á eitt app sem hætti að virka, sem var vildarapp Te og Kaffis, ég tilkynnti það strax og um kvöldið var komin uppfærsla sem lagaði það, til fyrirmyndar Te og Kaffi.

Það er mikið um uppfærslur á undirliggjandi kerfum, en eitt og annað sem snýr að notendum hefur fengið smá ást. Tilkynningar og þá sérstaklega umsýlsa tilkynninga á Android hafa alltaf verið betri en á öðrum kerfum, og það breytist ekki hér. Loksins fáum við aðgang að sögu tilkynninga, hvaða tilkynningum brugðist við og hverjum var hent í burtu. Hver hefur ekki lent í að henda burtu tilkynningu sem þú ætlaðir að gera eitthvað við, bara ekki alveg strax. :).

Fyrir þá sem enn nota skjáverjur er núna loksins hægt að auka snerti næmni skjásins. Það er orðið mun auðveldara að fjarlægja heimildir appa til að nálgast einstaka hluta stýrikerfisins. Til dæmist hægt að tengja það við hversu langt er síðan notandi ræsti viðkomandi app.

Ein af skemmtilegri viðbótum fyrir mig persónulega er að undir power takkann er búið að bæta við valmynd fyrir hraðaðgerðir fyrir snjallheimilið. Þar get ég stýrt ofnalokum, ljósum, myndavélum og þessháttar á einum mjög aðgengilegum stað. Flott viðbót.

Stóra málið er sennilega ný kláraður Exposure Notifications API, sem Google og Apple unnu í sameiningu við að koma í loftið. Hann er núna sjálfkrafa hluti stýrikerfisins og veitir smitrakningar öppum yfirvalda umtalsverðar aðgangsheimildir en til að fá að notast við þennan API þarf app að uppfylla nokkuð ströng skilyrði.

  • Öpp sem notast við APIinn þarf að vera framleitt beint undir þar til bærum heilbrigðis yfirvöldum.
  • Smitrakningar öpp sem notast við þennan API ættu aðeins að hafa einn tilgang, smitrakning og viðbrögð við COVID-19 faraldrinum.
  • Krafist er samþykkis notanda áður en öpp geta notast við þennan API.
  • Krafist er samþykkis notanda áður en appið getur deilt jákvæðum skimunarniðurstöðum með heilbrigðis yfirvöldum.
  • Gögnin sem safnast saman má aðeins nota í þeim tilgangi að auðvelda smitrakningu, og má ekki undir nokkrum kringumstæðum nota til auglýsinga eða í markaðslegum tilgangi.
  • APIinn mun ekki deila staðsetningar upplýsingum (t.d. GPS staðsetningu). Þróunaraðliar og heilbrigðisyfirvöld meiga ekki einusinni óska eftir þessum upplýsingum.
  • Önnur öpp sem eru í þróun og fá aðgang að staðsetningu geta áfram gert það en fá ekki aðgang að Exposure Notification API
  • There can only be one app per country.*
  • Aðeins eitt app leyfilegt í hverju landi*

Stjarnan þarna er sett af því að þetta skilyrði er ekki mjög strangt, það sem Google og Apple eru að reyna að gera er að takmarka fjölda slíkra appa á hverjum markaði fyrir sig. Þar af leiðandi segja fyrirtækin að það eigi aðeins að vera eitt app í hverju landi, það er allt og sumt.

Hinsvegar ef heilbrigðisyfirvöld í einhverju landi, sem dæmi eru Bandaríkin eitt land með mörgum fylkjum, hafa valið að fara aðra leið í sinni baráttu gegn faraldrinum og leyfa fylkjum eða landssvæðum að mynda sjálfstæða stefnu, þá er leyfilegt að setja á markað fleiri en eitt app í hverju landi. En þegar allt kemur til alls áskilja Google og Apple sér rétt til að fjarlægja öpp ef þeim hugnast fjöldi appa ekki.

Pixel Buds 2 uppfærsla.

Það má síðan ekki fara frá svona uppfærlu pósti án þess að nefna uppfærslu, eitthvað sem Google kýs að kalla Feature drop, sem birtist í Ágúst á PixelBuds 2 heyrnatólnum mínum, til að gera langa sögu stutta þá löguðust tengingar ekki hjá mér, en það er mögulega vegna þess að þær voru alltaf í lagi. Það bættist við bass boost möguleiki og þau greina betur skipanir sem ég gef Google Assistant. Algerlega frábær kaup.

(Visited 54 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar