Nokkrir góðir dagar með Pixel Buds 2

Eins og lesendur vita, þá er ég mikill áhugamaður um tæki frá Google, ég hef átt alla Pixel símana, ég á Nest öryggiskerfi, Reykskynjara, Google WiFi, Google Home Hub, Pixelbook, Original PixelBuds og nokkur til viðbótar.

Núna bættist Google Pixel Buds 2 í flóruna (mögulega þau fyrstu á íslandi?) og er nokkur uppfærsla frá Orignal Pixel Buds. Þau er nettari en upphaflegu heyrnatólin og þess utan talsverð uppfærsla. Eru truly wireless, ef snúran fer í taugarnar á fólki, passa betur í hleðslu eininguna, bætt Blutetooth virkni, lagfærð snerti skynjun, og betri hljómur (sem var alveg þokkalegur í fyrri kynslóð, ef við erum að miða við in-ear heyrnatól). Þau passa ágætlega í eyru, en til að auka passíva hljóðeinangrun þá hefur gúmmítappa verið bætt á heyrnatólin og efnisslaufan sem átti að halda þeim í eyrunum verið fjarlægð að mestu. Þetta er aðeins verra fyrir mig, en svona tappar særa mig í eyrun til lengdar en vissulega einangra þeir betur utanaðkomandi hljóð.

Kassinn er nettur og stílhreinn

Pakkningarnar eru mjög hefðbundnar og auðþekkjanlegar Google pakkningar. Smekklegar og þægilegar viðfangs. Þetta er eitthvað sem Goolge hefur bætt á sama tíma og fyrirtækið hefur lagfært búnaðarframleiðslu og hönnun, svona atriði skipta máli.

Vaggan látlaus og stílhrein
Opin vagga, ljósið inní vöggunni sýnir hleðslu á heyrnatólum, ljósið utan á vöggunn sýnir hleðslu á vöggunni sjálfri

Þegar kassinn er opnaður kemur í ljós látlaus “vagga” sem hýsir heyrnatólin og það eina sem þarf að gera er að opna vögguna með símann við hliðina, sé maður með Pixel síma, þá er pörunarferlið mjög beint áfram og núningslaust, halda niðri tilkynningunni og bíða í nokkrar sekúndur. Þá tekur við ferli að para saman Google aðgang og assistant aðgang. Allt þetta er nánast núningslaust og þægilegt.

Sttillingar Pixel Puds 2

Heyrnatólin hljóma vel, ef miðað er við sambærileg heyrnatól, þau passa vel í eyru og ég fæ aldrei á tilfinninguna að þau séu að detta úr, þau eru eins og áður sagði truly wireless. Með þeim kostum og göllum sem það inniber, í mjög þéttsetnu kaffihúsi hef ég ekki orðið var við neinar truflanir, og ég get skilið símann eftir miðsvæðis í íbúðinni minni og gengið um hana alla án þess að upplifa truflanir eða rof á tónlist.

Frábært tæki.

(Visited 240 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar