Google Play Music komið að endalokum…

Það hefur lengi verið ljóst að Google hefur haft það á stefnuskránni að sameina alla tónlistarþjónustu á einn stað, fyrir nokkru var það ljóst að YouTube varð fyrir valinu, enda lang sterkasta vörumerki Google þegar kemur að tónlist. YTMusic er streymiþjónusta sem hægt og rólega hefur verið að fá viðbætur, svo mjög að í dag er YTMusic á sama stað og Spotify nokkurvegin er varðar framboð. og hefur náð fullum þroska sem streymiþjónusta. Þeir sem kaupa YouTube Premium fyrir auglýsingalaust YoutTube (besta YouTubeið) fá TYMusic með í kaupunum.

Í dag finn ég að ég hlusta alltaf oftar og oftar á YTMusic, en sjaldnar á Spotify, ég kann ekki að útksýra afhverju, en væri YouTube family í boði á íslandi, þá væri ég búinn að færa fjölskylduna mína á þá veitu.

Það YTMusic sem vantaði til að standa jafnfætis Google Play Music varðandi viðbtæur, var möguleikinn á að flytja eigin tónlist þangað yfir, en í árdaga Google Play Music gátu notendur gjaldfrjálst hlaðið upp 50.000- lögum í skýið og spilað hvar sem er, ásamt möguleikanum á að spila tónlist sem notandinn setti sjálfur á símann sinn. Þetta mark hefur verið hækkað í 100.000 lög.

Sá möguleikið að nota YTMusic til að spila vistaðar skrár hefur verið bætt í YTMusic nýlega og er mjög þægilegur en nú er komið að því stóra, að færa alla tónlist sem við settum í skýið hjá Google Play Music yfir, og það verkfæri er að birtast okkur núna smám saman. Verkfærið verður hýst undir slóðinni https://music.youtube.com/transfer og mun birtast okkur á næstu vikum.

Það sem flyst yfir er eftirfarandi. Tónlistarsafnið þitt, persónulegar stillingar og sagan. Sagan byrjar með tónlistinni þinni, lögum og heilum plötum, allt sem þú hefur sjálfur keypt eða hlaðið upp í skýið, en það var upphaflega ástæða þess að fólk flyktist á Google Play Music þjónustuna, og sennilega megin ástæða þess að fólk notar hana enn í dag. Annað sem flyst yfir eru playlistar sem fólk hefur búið til eða áskriftað, öll “like” sem notandi hefur smellt á lög í gegnum tíðina.

Nú er bara að bíða, ég er með ca 20.000.- lög sem þarf að færa yfir, en Google mælir með því að notendur sem ætla að færa tónlistina sína yfir á YTMusic taki til í öllu Meta data tengt tónlistinni, fyrst í stað verður ekki hægt að eiga við þá skráningu á YTMusic.

(Visited 60 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar