Snjallvæðing í Laugardalnum…

Ég sem mikill áhugamaður um tækni hef hægt og rólega bætt tækni við umhverfi heimilisins, þar sem hjartað í stýringunni á að vera Google Home Hub (sem heitir víst núna Google Nest Hub). Google Home Max og Google Home mini hátalarar, Nest öryggiskerfið, Nest öryggismyndavélin, Nest reykskynjarinn, Tado ofnlokar og thermostat.

Allt þetta hef ég verið að safna mér hægt og rólega ekki endilga til að leysa einhver vandamál perse, en vegna þess að það er skemmtilegt. Til framtíðar litið er ég síðan sannfærður um að thermostat og ofnlokar munu skila sér í lægri hitunarkostnaði. Það er líka gott að vita að maður geti kíkt heim tilað ath hvort það sé ekki allt í lagi með all þegar maður er ekki heima. Að fá mælingu á loftgæðum á heimilinu er líka kostur sem ég gerði ekki ráð fyrir þegar ofnlokarnir voru keyptir, en kom skemmtilega á óvart.

Hita heima hjá mér, og fleiru get ég síðan stjórnað hvaðan sem ég er í heiminum hvort sem er með röddinni eða á gamla háttinn, með því að velja app og slá inn hitann. Allt þetta og svo mikið mikið meira ræð ég við að gera svo lengi sem internetið heima er í lagi og síminn minn virkur og með nettengingu. Það er mjög kúl finnst mér. Aðeins þarf eǵ að bæta við nokkrum perum til viðbótar, nokkrum ofnalokum, einum reykskynjara og síðan næsta og þar næsta. Þessu líkur víst aldrei.

En fyrst og síðast finnst mér þetta skemmtilegt.

(Visited 33 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.