Pixel 4a á móti glænýjum Apple SE, á Google séns?

Allsstaðar annarsstaðar en í Bandaríkjunum er blómlegur markaður fyrir hóflega verðlagða síma, markaður sem OnePlus eignaði sér á sínum tíma, eitthvað sem má kalla 80% flaggskip. Eða þar um bil, ég er að tala um síma sem gefur notandanum 80-90% af upplifun notanda af alvöru hero tæki, fyrir kanski helminginn af verðinu.

Ástæða þess að þessi markaður er ekki blómlegur í bandaríkjunum er í mjög einfölduðu máli sú að þar fær fólk nýjann síma á 2-3 ára fresti fyrir andvirði eins kaffibolla á mánuði, þá er um að gera að hafa það eins öflugt og kostur er.

Fyrir nokkrum árum framleiddi Apple með mjög góðum árangri hagstæðann síma undir nafninu iPhone SE, að sama skapi kom Google með Pixel 3a í fyrra sem einn best heppnaði Android síma ársins.

Í ár koma Apple og Google bæði með hagstæða síma, Apple með iPhone SE og Google með Pixel 4a. Báðir símarnir kosta $399 í bandaríkjunum. En það er sennilega eina sem þessir símar eiga sameiginlegt.

Útlitlega erum við að tala um glænýtt útlit á Pixel 4a en iPhone SE er endurunninn iPhone 8, sem var endurunninn iPhone 7, iPhone 6S og iPhone 6. Að sama skapi er hágæða ál í ramma iPhone SE og gler, en boddí Pixel 4a er alfarið úr plasti ef Pixel 3a er eitthvað fordæmi þá erum við að tala hágæða plast, en plast engu að síður.
Báðir símarnir ráða við 18W hleðslu, en þeim tveimur er það aðeins iPhone SE sem styður þráðlausa hleðslu.

Skjárinn, LCD eða OLED, vissulega eru LCD skjáir Apple betri en flestir LCD skjáir, en OLED skjáir dagins í dag eru eifaldlega margfalt betri, bjóða uppá meiri skerpu, meiri birtu og vegna hönnunar rammans, verður meira skjápláss á Pixel símanum en á iPhone SE þrátt fyrir sambærilega raunstærð símanna.

Eins og áður sagði er iPhone SE byggður á síma sem kom út árið 2014, sem er orðið frekar þreytt, mikill rammi í kringum skjáinn, enni og haka með fingrafaralesara í home hnappnum.
Pixel síminn notast hinsvegar við hönnun sem er orðin mjög vinsæl í nýjum Android símum, þar sem skjárinn nær nokkurnvegin út í alla kanta og gat fyrir sjálfumyndavélina.
Hvorugur síminn er með andlitsskanna til aflæsingar, heldur notast báðir við fingrafaralesara til að aflæsa símanum, Apple með fingrafaralesarann í hinum íkoníska home hnappi en fingrafaralesarinn er aftan á Pixel símanum eins og á Pixel símunum til og með Pixel 3a.
iPhone SE kemur með 64, 128 eða 256GB geymsluplássi og sagan segir að Pixel síminn komi aðeins í 128GB útgáfunni.

Þegar kemur að örgjörvanum er Apple ljósárum á undan öllum öðrum, því mun það ekki koma á óvart ef iPhone SE hleypur hringi í kringum Pixel 4a. Oki, kanski ekki hringi en það verður munur.
Upplifunin verður hrein og notaleg í báðum tilfellum. Apple hefur alltaf náð að halda því, og það var einmitt tilgangur Pixel verkefnisins.

Mögulega það sem mestu máli skiptir, iMessage vs. RCS sem varla hefur verið gangsett, Apple notendur elska iMessage og njóta góðs af því viðmóti á meðan hlutirnir eru aðeins subbulegri Android megin. Vissulega má alveg pota aðeins í samtalið sem Apple býður uppá varðandi iMessage en það er alveg óþarfi hér. En þetta er annað svið þar sem Apple er einfaldlega að gera betra mót. Mögulega eftir 2-3 ár af RCS á Google einhvern séns hérna, en það er ekki staðan í dag. Hvenær RCS verður virkjað á íslandi er ómögulegt að segja.

Endursöluverðmæti iPhone hefur alltaf verið meira en á Android símum. Það breytist ekki hér. En að þessu sögðu, þá gerist það varla að iPhone fari á útsölu, en Google hefur oft veitt mjög myndarlega afslætti af sínum símum jafnvel stuttu eftir frumsýningu.

Báðir símarnir koma með einni megin myndavél, og Google og Apple hafa bæði sýnt framá að þau ráða vel við að taka mjög góðar myndir á einni linsu. Það jafnvel án gleiðlinsu eða aðdráttarlinsu.

Það er ekki nokkur leið að segja hvor síminn er betri, en ég á von á að núna í komandi þrengingum verði mjög góður markaður fyrir ódýrari síma sem bjóða uppá mögulega 80% af því sem $1000 símar bjóða uppá fyrir innan við helming þess verðs.

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.