Lekarnir halda áfram, ætlar Google ekki að læra?

Það var 8. Maí á Google I/O, þegar Google kynnti það sem var á þeim tíma hafð verið næst verst geymda leyndarmál tækniheimsins, þ.e.a.s. hafi Pixel 3 og 3XL verið verst geymdu leyndarmál til þess tíma, þá var Pixel 3a og 3aXL næst verst geymdu leyndarmálin. Að gefa út þennan síma, sem var ekki neitt frábær á neinn hefðbundinn mælikvarða, en gaf notanda möguleika á að eignast raunverulega Pixel upplifun á mjög hagstæðu verði, með nśtum öll Google góðgætin er varða myndatöku. Síminn var enda mjög vinsæll utan Bandaríkjanna. Það er mögulega vegna þess að þessi miðju verðgluggi er erfiður þar, í grófum dráttum má segja að eins tvær tegundir tækja nái fótfestu þar, mjög ódýrir fyrirframgreiddir símar og síðan það sem má kalla flaggskip, sem eru oftar en ekki keyptir á einhverskonar fjármögnun, aðeins auka $4-$8 á mánuði í tvö ár, þegar þú skiptir inn gamla tækinu fyrir nýtt, nokkurskonar HaaS (Hardware as a Service) samningur. Þetta gerir það að verkum að miðju verðbilið, þetta sem á íslandi eru ca 35-60 þús er varla til í Bandaríkjunum. En í evrópu þar sem þessi sími fékk mikla markaðssetningu þá varð hann mjög vinsæll.

Pixel 4a

Í ár er það ss. Pixel 4a sem ætlar að vera aðeins betur geymt en en Pixel 4 og 4XL, en ekki mikið. Það sem virðist vera orðið nokkuð ljóst er að Pixel 4a mun aðeins koma í minni útgáfunni, enda var það útgáfan af 3a sem seldist (nb einmitt tækið sem ég keypti handa dóttur minni á sínum tíma og er alveg hreint frábær sími fyrir peninginn) mikið mun betur, en áhuginn fyrir 3aXL var lítill. Þessu var einmitt öfugt farið með Pixel 3 og 3XL, þar sem stærri síminn seldist mikið mun betur (við erum ekki í Samsung, Apple Huawei tölum).

Orðið á götunni er að síminn muni koma með 5,7-5,8 tommu skjá, ofurlítið stærri en 5,6 tommu skjárinn á Pixel 3a, gat fyrir framvísandi myndavélina, ennið mun minna en á Pixel 4, væntanlega vegna þess að síminn styður ekki FaceUnlock, eða notast við Soli radar. Aðeins gamli góði fingrafaralesarinn, á símanumm verður USB-C port, og sennilega 3,5mm jack tengi og hugsanlega í nýjum blátóna lit.

Tímalína…

Tímasetning þessara leka bendir hugsanlega til þess að síminn verði ekki kynntur á Google I/O 2020 eins og 3a týpan (sem fór ekki að leka fyrr en í febrúar/mars 2019), heldur eitthvað fyrr. En eins og glöggir lesendur muna, þá var það einmitt á haustkynningu Google í fyrra þegar fyrirtækið kynnti Pixelbuds 2 að þau voru sögð “coming next spring” sennilega má gefa sér að Pixel 4a og Pixelbuds 2 verði kynnt á sama tíma. Engar líkur eru samt taldar vera að Google kynni þessi tvö tæki á CES sem hefst á morgun 7. Jan og stendur fram á miðvikudag 10. Jan.

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar