Stadia; ekki dómur, dómur.

Nú þegar ég hef verið að leika mér með Stadia í 10 daga, get ég veitt smá innsýn í þessa þjónustu og hvort hún sé þess virði að eltast við hana.

En fyrst þarf kanski aðeins að rifja upp um hvað málið snýst, það er að segja streymisleikja þjónustu Google að nafni Stadia. Til að byrja með er um að ræða áskriftarleið, fyrir $10 á mánuði þar sem áksrifendur fá aðgang að nokkrum leikjum á mánuði án endurgjalds, í dag er að tam Destiny 2, Farming Simulator pro, Samurai Showdown og Tomb Raider, definitive edition komnir inn, án endurgjalds. Og nokkrir aðrir leikir á mis góðum kjörum, Red Ded redemption 2 kostar sem dæmi $60 sem er ekki ódýrt þega hann fékks á cyber monday á $25.

Þjónustan sjálf er frekar beint áfram, innskráning á Stadia.com, setja upp controller og tengja við það tæki sem maður ætlar að spila á, Síma, Chromecast eða í vafra, allt eftir því við hvaða aðstæður viðkomandi leikmaður finnur sig, og velja leik, leikurinn fer síðan bara í gang án þess að þurfa eitthvað að bíða*. Inputlagg er minna en ég bjóst við, fyrir mig casual gamer er þetta bara allt saman í góðu lagi, þó að hardcore gamer væri mér sennilega ósammála.

Þjónustan er núna til að byrja með einskorðuð við áskriftarleið, en sú leið bíður uppá meiri upplausn, og nokkra gjaldfrjálsa leiki ásamt afsláttum af öðrum premium leikjum og 5.1 hljóði, Base leiðin sem verður gjaldfrjáls verður ekki aðgengileg fyrr en í febrúar mun aðeins streyma leikjum í HD og þá aðeins með Stereo hljóði.

* hér er smá footnote, leikina er aðeins hægt að spila á íslandi með því að nota VPN til lands þar sem þessi þjónusta er í boði, og hef ég verið að notast við NordVPN.
(Visited 53 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar