Í fyrra skiptið sem mamma reyndi að drepa pabba minn…

Einhverntíman sagði ég frá hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn. Það var mögulega ekki jafn dramatískt og það hljómaði í upphafi, og sennilega þetta fyrra skipti ekki heldur.

En þeir sem þekkja mig vita að ég elska kaffi, ég drekk mikið af því, en þó ekki nándar nærri jafni mikið og pabbi minn. Það hefur mögulega gerst nokkrum sinnum t.d. að hann hafi vaknað upp um miðja nótt til að fá sér einn bolla af svörtu kaffi, ég er ekki þar.

Eitt sinn þegar móðir vor ákvað að bífa upp heilsuna á heimilinu, ákvað hún að kaupa inn, á þess að segja nokkrum frá eða spyrja kóng eða prest, koffeinlaust kaffi. Ég held að ég muni aldrei gleyma því þegar ég kom heim, og sá föður minn liggja í sófanum emjandi og kveinandi í alvarlegum koffein fráhvörfum. Hefði sennilega dregið minni menn til dauða.

(Visited 48 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar