Pixel Buds 2…. Whait, what?

Samkvæmt lekum, sem nóg er af varðandi Pixel 4 btw, þá virðist Google ætla að ferska aðeins uppá Pixel Buds headfónana sem komu frá fyrirtækinu fyrir tveimur árum. Sem eigandi fyrstu kynslóðar þessara heyrnatóla fagna ég þessum fréttum. Enn hefur ekki mikið lekið út varðandi þessi nýju heyrnatól, annað en að þau verða að öllum líkindum kynnt núna 15. október.

Verður kapall á milli heyrnatólanna, eins og núverandi módel, kapall sem hefur farið í taugarnar á mörgum þó ég sé ekki einn þeirra, eða verða þau “truly” wireless eins og Apple AirPods eða nýlega kynnt Amazon Echo Buds?

Það hefur lítið gerst undanfarið með Pixel Buds gen 1, utan hugbúnðaruppfærslu í júní síðastliðnum, sem lagaði hljóðlagg og fleira.

En þrátt fyrir að ég sé mjög ánægður með núverandi Pixel Buds og nota þau nánast daglega, þá er eitt og annað sem má laga, boxið má vera nettara, heyrnatólin mega sitja betur í boxinu, heyrnatólin sjálf mættu vera aðeins nettari og eitt og annað slíkt má telja til. En á heildina litið var þetta dæmi um þokkalega vel heppnaða gen 1 vöru. Það segi ég þrátt fyrir að nánast samdóma álit tæknibloggara hafi verið að hafna þessum heyrnatólum. En með tveimur stórum hugbúnaðaruppfærslum hafa flestir “virkni gallar” heyrnatólanna verið lagaðir.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar