Google leikjapassi

Það er ekkert leyndarmál að ég keypti mér Google Stadia Founders edition uppá von og óvon að ég geti notað þá þjónustu hérna heima. En í millitíðinni þá ætti ég að geta notað aðra þjónustu sem Google er að setja í loftið, eitthvað sem kallast Google Play Pass, og er áskriftarþjónusta á borð við Apple Arcade, þessi þjónusta kallar að vísu ekki á uppfærslu á stýrikerfi, mögulega vegna þess að Google getur illa bundið þjónustu við nýjustu útgáfu af Android, heldur ættu flest tæki með 4.4. KitKat að fá aðgang að þessari þjónustu.

Google Play Pass mun kosta $4,99 á mánuði og inniheldur til að byrja með 350 leiki og smáforrit sem notendur hafa hingað til þurft að greiða fyrir eða amk að greiða í appi. Titlarnir sem verða í boði í byrjun eru m.a.
Terraria (vanalega $4.99), Monument Valley ($3.99), Risk (ókeypis með IAPs), og Star Wars: Knights of the Old Republic ($9.99)

Neðst í Google Play store mun nýr flipi birtast fyrir framan Games og Apps flipann þar sem hægt verður að skrá sig fyrir þessari þjónstu, í byrjun, fram til 10 október verður hægt að gerast áskrifandi að þjónustunni fyrir $1,99 á mánuði fyrsta árið.

Þetta er áhugaverð þjónusta fyrir fólk sem spilar mikið af minni leikjum í farsímanum sínum, og verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður.

Þó að Google Play Pass og Apple Arcade líti út fyrir að vera sama þjónustan er merkjanlegur munur þarna á. Það eru tam engir “exclusive” titlar í Play Pass, eins er þjónustan ekki bundin við leiki heldur eru ákveðin öpp innifalin líka.
Fyrir þessa $4.99 getur öll fjölskyldan notast við einn PlayPass(a).

Stærsti kostur svona þjónustu fyrir þróunaraðila við þessa þjónustu er að þeir þurfa raunverulega ekki að gera mikið öðruvísi til að taka þátt, og notendur þurfa ekki að gera neitt öðruvísi, bara sækja appið og setja upp. Að sögn mun ferlið virka þannig að þeir leikir og öpp sem eru inní þjónustu fá lítíð tákn sem merkir þáttöku þeirra í þjónustunni og verðið verður yfirstrikað hjá þeim notendum sem eru að borga fyrir þjónustuna. Sama verður fyrir IAP leiki og öpp, þegar komið er að þeim stað að notandinn ætti að verað rukkaður, myndi Google Play Store einfaldlega sannreyna þáttöku notandans í Play Pass og hleypa notanda síðan að því sem hann hefði annars þurft að greiða fyrir.

Google Play Pass er farið að birtast í Bandaríkjunum nú þegar, og önnur lönd merkt “Coming Soon” En hvaða lönd það verða er óljóst.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar