#MadeByGoogle2019

Nú er það staðfest að næsti viðburður Google fyrir kynningar á nýjum tækjum verður það 15 okt, 2019. Síminn sjálfur er sennilega verst geymda leyndarmál í heiminum, amk varðandi síma. Við vitum að hann verður með 90Hz skjá, jibbí, við vitum að hann verður með tveimur “bak” myndavelum og ToF nema, við vitum að hann verður með þykku enni til að hýsa fullt rassgat af nemum (ekkert notch, sem er kostur) á borð við andlitsskanna, soli radar og eitthvað fleira, við vitum að hann verður ekki með fingrafaralesara. Við búumst við tveimur símum með 5,7″ annarsvegnar og 6,3″ OLED skjá, líklega með 6GB vinnsluminni og batteríum í minni kantinu, stærri síminn er sennilega næsti nýji síminn minn. Pixel símar hafa alltaf átt að vera eins og gluggi inní hugbúnað Google, og það verður ekkert öðruvísi hér, hlutlaus hönnun sem tækisins tekur ekkert af hugbúnaðarupplifun. Android 10 OutOfTheBox og næstu kynslóðar Assistant meðal annars. Ásamt því sem við höfum farið að venjast að sé besta myndavél í farsíma hvert ár.

Eitthvað annað sem er að koma? Sennilega nýr Google Home Mini, gen 2, (ætli hann heiti þá ekki Google Nest Mini 2 eða eitthvað álíka) betri hljómur, 3,5 mm jack tengi (þetta sem ég sakna svo af símanum mínum) Mögulega kemur arftaki Pixelbook, þá væntanlega Pixelbook 2 með WiFi 6 stuðningi. Eitthvað sem kallar líklega á uppfærslu á Google Wifi (Google Nest WiFi anyone, Google tekur heilshugar þátt í vondunafnakeppninni ásamt Apple og fleiri góðum fyrirtækjum). Sennilega kemur meira til mað að leka þennan mánuð sem Google hefur til að missa fleira í gólfið. En ég vona að það komi uppfærsla á þráðlausu Pixelbuds heyrnatólin mín. Þau sem ég á, eru vissulega ekki jafn slæm og dómarnir gáfu til kynna, en það eru nokkrir vankanntar, boxið er stórt, tapparnir í stærra lagi og svona.. En þau hljóma mjög vel, betur en þau AirPods (1st gen) sem ég prófaði.

Nú er bara að vona að þau hjá Google lesi þessi orð og verði við þessari frómu ósk minni.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.