Þegar lekarnir byrja…

Þá getur oft verið erfitt að stoppa þá, Google hefði átt að læra þetta með Pixel 3 í fyrra. En sá sími hafði lekið svo kyrfilega að það var ekkert eftir að segja frá. Ég hef verið með slíkann síma núna í ár, og finnst hann algerlega frábær, fyrir utan hið nánast pervertíska “notch” sem er skelfilegt tískuslys. Slík lausn, á aldrei rétt á sér. Frekar vil ég hafa hátt enni, en notch.

En hátt enni er einmitt það sem Google gerir núna, til að hýsa alla þá nema sem troða á í framhlið símans. Google ætlar með þessari nýju línu að jafna Face ID hjá Apple með Face unlock, sem virkar á sambærilegann hátt og virðist vera leiðin til að aflæsa símanum. Uppsetning á face unlock er sambærileg Face ID á iPhone, snúa símanum að sér, og rúlla höfðinu þangað til síminn er búinn að mappa andliti notandans. En áður en faceunlock er sett upp veitir Google notandanum upplýsingar um þessa tækni, sérstaklega hvaða vankantar geta verið við að notast við þessa tækni til að aflæsa símanum sínum.

Fjögur lykilatriði eru dregin upp áður en uppsetning hefstÆ

• Gleraugu, eða ljóslituð sólgeraugu eru í lagi, faceunlock ræður við þetta.
• Myndirnar og líffræðileg gögn sem faceunlock notast við eru geymd á símanum og fara aldrei þaðan, þú getur eytt þessum gögnum hvenær sem er.
• Með því að gægjast á síman getur þú lent í að aflæsa símanum, jafnvel þótt þú hafir ekki ætlað þér það. Þriðji aðili getur aflæst símanum þínum með því að halda honum upp að andlitinu á þér þegar þú ert með opin augu.
• Þriðji aðili getur aflæst símanum þínum sé hann mjög líkur þér, á tildæmis við um eineggja tvíbura.

Þetta eru góðar upplýsingar, og mikilvægar, og sýnir að Google vill benda notendum á ókosti þessarar tækni.

Allt þetta er eitthvað sem Apple lætur sína notendur líka vita af, á þjónustuvef.

Uppsetningin bendir líka til þess að það eigi ekki að branda þessa aðferð neitt, hún heitir bara það sem hún gerir. Faceunlock.

(Visited 43 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar