Farsímaljósmyndun.

Það vita það allir sem vilja vita, að besta general purpose farsímamyndavélin á markaðnum er enn þann dag í dag á Google Pixel 3, það fer að breytast fljótlega, ef ekki núna 10 sept, þá í byrjun okt í seinasta lagi. Það ber að geta þess, að jafnvel þó að ég standi enn og aftur við fullyrðinguna, besta myndavélin er sú sem þú ert með. Þá er erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að þratt fyrir ótrúlega framþróun farsímamyndavéla, þá er erfitt að sjá ekki muninn á myndum sem teknar eru á síma framyfir myndir teknar á vandaðar Myndavélar á borð við Sony A6x00 seríuna, Canon M3 eða jafnvel SonyRX100.

Google hefur alltaf (alltaf síðan Pixel línan kom fram) státað sig af því að ná fram frábærum (best in class) myndum, úr frekar generic linsum og flögum miðað við aðra framleiðendur.

Að þessu öllu saman sögðu, þá verður mjög áhugavert að fylgjast með hvaða nýjungar verða kynntar þegar Pixel 4 verður formlega frumsýndur núna í október, vissulega hefur símanum verið kyrfilega lekið undanfarið, og í þetta sinn hafa þau hjá Google sjálf séð um að leka símanum útum allt, mögulega til að stjórna narratívinu.

Að þessu sinni er talið að night shot fái meiri ást en áður, þó að night shot möguleikinn hafi verið færður á fremstu valmynd Pixel myndavélar appsins, þá hefur night shot ekki batnað mikið það ár sem við höfum verið að nota það. Enn frábært, en ekki best in class… meira svona næst best in class. Orðið á götunni er að night shot verði mun hraðvirkara á Pixel 4 og fái bætta getu til að taka myndir af stjörnubjörtum himni. Sjáum hvað setur.

Annað sem talað er um er fídus sem hefur fengið nafnið Motion Mode, hreyfihamur, hér er verið að vísa í virkni sem fæst með mun dýrari myndavélum, þessi hamur gerir notandum kleift að taka íþrótta- og hasarskot – þar sem viðfangsefnið er á hreyfingu en í fókus í forgrunni og bakgrunninn úr fókus.

Við vitum að linsurnar verða 2, með eina 12MP megin linsu og eina 16MP aðdráttarlinsu ásamt TOF, A Time of Flight nema sem notar þekkta stærð, ljóshraða, til að mæla fjarlægð. „Flugtími“ endurspeglaðs ljósgeisla er mældur og tíminn sem ljósið tekur að lenda aftur á nemanum er reiknaður út miðað við hraða ljóss til að byggja upp það sem er þekkt sem sviðsmynd fyrir framan linsuna. Allt þetta þýðir að með nákvæmri mælingu á lykilpunktum getur vélbúnaður og hugbúnaður símans skapað skarpari mynd á skemmri tíma en hefðbundin myndavél.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar