YouTube premium á Íslandi.

Fyrir glögga þá án allra fréttatilkynninga opnaðist fyrir áskrift að YouTube premium á Íslandi nýlega, þetta gerir YouTube þyrstum íslendingum kost á adfree aðgang að YouTube, ásamt aðgangi að YouTube music, sem er streymiþjónusta á pari við Spotify, nú er ég svo invested í Spotify að ég sé ekki fyrir mér að skipta yfir, en það er um að gera að taka frímánuðinn og prófa, kanski er adfree aðgangur að YouTube þess virði að borga €11.99 (ca 1700.-ISK) á mánuði. Ég nota YouTube vissulega nokkuð mikið, en ég er á báðum áttum. Komi þetta fullkomlega í staðin fyrir Spotify með family aðgang sem ég get deilt með fjöölskyldunni minni, þá er aldrei að vita nema ég skipti yfir. Eins og flestir vita, þá er YouTube Music ætlað að taka yfir hlutverk GooglePlay Music og sú þjónusta hægt og rólega mun hverfa. En eitt sem Google þarf að leysa áður en það verður gert, er tónlist sem notendur hlóðu sjálfir upp í GooglePlay Music, hvað verður um hana? Verður það flutt yfir eins og það situr á netþjónum Google í dag, eða hvað? Ég er nokkuð viss um að þeir þurfa amk að virða eignarhald notenda sinna á þeirri tónlist sem var hlaðið upp.

En að þessu sögðu, þá hefur Spotify einnig verið að auka mikið við sína þjónustu, og bætt við hlaðvarpsþjónstu t.d. sem ég vil endilega styðja við og viðhalda.

Það kemur í ljós undir lok mánaðar hvað verður, en fyrsta tilfinning segir mér að ég verði áfram á Spotify vagninum.

(Visited 88 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar