Google IO 2019

Núna í byrjun maí er Google IO sem er sá vettvangur sem Google notar til að kynna það nýjasta sem fyrirtækið er að vinna að og þau tól sem eiga að gera lífið auðveldara, þarna kynnir fyrirtækið nýjasta nýtt í Android og fleira í þeim dúr.

Í fyrra var Google Duplex t.d. kynnt, en duplex er næsta skref þróunar á Google Assistant, með duplex hefur aðstoðarmaðurinn öðlast rödd og getu til að verða raunverulegur aðstoðarmaður, hann getur bókað borð á veitingastað eða tíma í klippingu sem dæmi. Enn sem komið er er hann bara aðgengilegur í 48 fylkjum bandaríkjanna en það eru alveg líkur á að hann komi til Evrópu líka, þó að ísland sé sennilega frekar aftarlega á merinni.

Í ár er eitt af því áhugaverðara eitthvað sem kallast Project Euphonia, þetta er tól sem á að gefa fólki með takmarkaða talgetu “röddina” sína aftur, hvað nákvæmlega það þýðir verður ekki opinberað fyrr en á Google IO, 7-9 Maí, en getgátur eru uppi um hversu þróað þetta tól verður, að þetta geti verið allt frá hefðbundnu text-to-speech tóli á vefnum hið minnsta er nokkuð gefið, en mögulega er þetta sérstakt tæki sem Google ætlar sér að selja, eða hugbúnaður sem fólk getur sett uppá símanum sínum eða jafnvel eitthvað ótrúlegt á borð við að mállausir fái röddina sína aftur með því að gera fólki kleift að afhenda Google sýnishorn af röddinni sinni áður en eitthvað varð til þess að röddin hvarf (sé það til) og að tækninni sem gaf Google Duplex röddina sína í fyrra verði beitt til að endurskapa rödd þeirra sem hafa misst hana einhverra hluta vegna.

Það verður amk. mjög áhugavert að fylgjast með, ég hlakka til.

(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar